Vonast til að þrennu-Rasmus komi aftur til Víkings en bíður enn eftir Kwame Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 14:40 Arnar Gunnlaugsson er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari Víkings. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er bærilega bjartsýnn á að Rasmus Nissen leiki með Víkingum í sumar. Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Nissen, sem er nítján ára, er samningsbundinn OB í Danmörku en var á reynslu hjá Víkingi. Hann spilaði einn leik með liðinu, gegn HK á laugardaginn, og óhætt er að segja frumsýningin hafi gengið vel. Hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Víkings, þar á meðal glæsilegt mark með skoti beint úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Víkingur (@vikingurfc) Nissen fer aftur til Danmerkur á morgun en ekki er ljóst hvort hann kemur aftur til Íslands. „Núna ræðir hann við sitt fólk og sitt lið en vonandi náum við að klára þetta mál,“ sagði Arnar við Vísi í dag. „En það verður ekkert gert innan einnar til tveggja vikna. Vonandi um miðjan maí ef þetta gengur eftir.“ Víkingar vilja fá Rasmus en það er undir honum komið hvort hann vilji koma til Íslands og fá að spila eða berjast um að komast að hjá OB. Sjaldan séð svona flotta spyrnutækni „Hann er ekkert í ósvipaðri stöðu og Guðmundur Andri [Tryggvason] og Ágúst [Eðvald Hlynsson] voru í fyrir tveimur árum. Hann spilar lítið með aðalliðinu en hefur klárlega mikla hæfileika. Þá er þetta bara spurning hvað þú telur vera best fyrir þinn feril og hann þarf að vega það og meta,“ sagði Arnar. „En við höfum og önnur lið á Íslandi höfum sýnt að glugginn hér á landi er mjög sterkur, ef þú tekur skrefið. En mörgum finnst kjötið hjá mömmu gott og vilja ekki yfirgefa heimahagana.“ Arnar segir að Nissen sé afar sparkviss. „Ég hef sjaldan séð svona flotta spyrnutækni hjá svona ungum strák. Hann er kannski í leikformi en var klókur að finna sér stöður. Ég vonast til að hægt verði að ganga frá þessu.“ Styttist í Kára en Ingvar missir af byrjun mótsins Víkingur mætir Keflavík í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Arnar segir að staðan á leikmannahópi Víkings sé nokkuð góð þegar styttist í alvöruna. „Það virðist sem Kári sé að komast aftur í gang. Það eina er með Kwame. Það er vonbrigði að hafa ekki fengið hann en mér skilst hann komi mögulega til landsins um helgina. Þá fer hann í sóttkví og verður mögulega klár gegn ÍA,“ sagði Arnar. „Þetta er pappírsvesen. Hann náði tveimur landsleikjum um mánaðarmótin [með Síerra Leone] og er í þokkalegasta standi.“ Markvörðurinn Ingvar Jónsson er enn meiddur og missir af byrjun tímabilsins. „Hann missir klárlega af tveimur til þremur fyrstu leikjunum. En annars er hópurinn nokkuð sterkur,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Sjáðu aukaspyrnumark nýja Danans hjá Víkingum: Skoraði þrennu á móti HK Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi. 26. apríl 2021 10:31