Systkini kepptu bæði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 16:31 Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn voru bæði í landsliði Íslands á EM í áhaldafimleikum sem fór fram í Sviss 21. og 22. apríl síðastliðinn. FSÍ Systkinin Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn þreyttu bæði frumraun sína á Evrópumóti í áhaldafimleikum á dögunum en þau kepptu þá fyrir hönd Íslands á EM í Basel í Sviss. Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021 Fimleikar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Fimleikar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira