Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 23:48 Réttarteikning af Maxwell (t.h.) AP Photo/Elizabeth Williams Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52