Hefur mætt flestum stærstu stjórunum og enginn þeirra hefur unnið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Thomas Tuchel hefur breytt miklu hjá Chelsea síðan hann tók við á Brúnni. EPA-EFE/Andy Rain Thomas Tuchel er að gera mjög flotta hluti með Chelsea liðið og liðið hans er í fínum málum eftir fyrri undanúrslitaleikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Chelsea fór til Spánar og náði 1-1 jafntefli í gær eftir að hafa komist yfir í leiknum. Tuchel var mjög sáttur með að tapa ekki leiknum og að fá útivallarmark í kaupbæti. Hinn 47 ára gamli Thomas Tuchel tók við Chelsea í lok janúar þegar Frank Lampard þurfti að taka pokann sinn. Chelsea liðið hafði þá tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en það varð strax mikil breyting á því þegar Þjóðverjinn tók við. Chelsea hefur aðeins tapað einum deildarleik af fjórtán síðan Tuchel tók við, liðið er komið í úrslitaleik enska bikarsins og á mjög góða möguleika á því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Paris Saint-Germain komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar undir stjórn Tuchel á síðustu leiktíð og hann gæti því komist þangað annað árið í röð. ESPN vakti athygli á því að Thomas Tuchel hafi þegar mætt mörgum af stærstu stjórunum sem knattspyrnustjóri Chelsea og enginn þeirra hefur unnið hann. Thomas Tuchel has come up against the following managers since he's been in charge at Chelsea:MourinhoSimeoneKloppAncelottiGuardiolaZidaneHe hasn't lost to any of them. pic.twitter.com/hnnq3w7Huy— ESPN FC (@ESPNFC) April 27, 2021 Chelsea vann 1-0 útisigur á Tottenham í febrúar (Jose Mourinho). Chelsea vann 1-0 útisigur á Liverpool í mars (Jürgen Klopp). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Everton í mars (Carlo Ancelotti). Chelsea vann 1-0 bikarsigur á Manchester City í apríl (Pep Guardiola). Chelsea vann 1-0 útisigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea vann 2-0 heimasigur á Atlético Madrid í Meistaradeildinni (Diego Simeone). Chelsea gerði 1-1 jafntefli á móti Real Madrid á útivelli í Meistaradeildinni (Zinedine Zidane). Það hafa bara tvær knattspyrnustjórar unnið Chelsea síðan að Thomas Tuchel settist í stjórastólinn á Stamford Bridge. Annnar þeirra er Sam Allardyce hjá West Bromwich Albion en WBA vann 5-2 útisigur á Chelsea 3. april. Hitt tapið kom í seinni leiknum á móti Porto í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjóri portúgalska liðsins er Sérgio Conceicao.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira