Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 16:34 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu. Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu.
Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?