Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 18:32 Svo virðist sem að hitna sé tekið undir Rudy Giuliani, persónlegum lögmanni Trump fyrrverandi forseta. AP/Jacquelyn Martin Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani. Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
New York Times segir að fulltrúarnir hafi lagt hald á raftæki í eigu Giuliani. Húsleitin var gerð um klukkan sex í morgun að staðartíma. Blaðið segir það afar fátítt að saksóknarar gefi út leitarheimild gegn lögmanni. Rannsóknin er sögð tengjast umsvifum Giuliani í Úkraínu og hvort hann hafi reynt að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Austur-Evrópuríkinu, meðal annars aðkomu hans að því að láta reka bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani starfaði sem persónulegur lögmaður Trump þegar hann var forseti og hefur haldið því fram að það hafi hann gert launalaust. Giuliani er grunaður um að hafa talað máli úkraínskra embættismanna og auðjöfra við stjórn Trump á sama tíma og þeir hjálpuðu honum að leita að skaðlegum upplýsingum um pólitíska keppinauta forsetans árið 2019. Saksóknarar eru sagðir áhugasamir um að vita hvort að Giuliani hafi mögulega unnið fyrir úkraínska aðila sem vildu sjálfir losna við bandaríska sendiherrann á sama tíma og hann vann fyrir Bandaríkjaforseta. Athafnir Giuliani í Úkraínu komu Trump í verulegt klandur. Lögmaðurinn bar í forsetann vafasamar upplýsingar frá Úkraínu sem var ætlað að koma höggi á Joe Biden, núverandi Bandaríkjaforseta, sem var þá talinn líklegastur til að verða mótframbjóðandi Trump í forsetakosningum. Trump var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi fyrir tilraunir sínar til að þvinga úkraínsk stjórnvöld til þess að hefja rannsókn á stoðlausum ásökunum Giuliani á hendur Biden og syni hans. Robert J. Costello, lögmaður Giuliani, gagnrýnir húsleitina sem hann segir hafa verið óþarfa þar sem skjólstæðingur sinn hafi þegar boðist til þess að svara spurningum saksóknara fyrir utan þær sem varða samskipti hans við Trump fyrrverandi forseta. Pólitískt skipaðir embættismenn í dómsmálaráðuneytinu eru sagðir hafa lagt stein í götu rannsóknarinnar á Giuliani í tíð Trump forseta. Eftir að Merrick Garland var skipaður dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári var þeim hindrunum rutt úr vegi. Rannsóknin á Giuliani hófst í kjölfar þess að tveir samverkamenn hans á Flórída voru handteknir árið 2019. Þeir Lev Parnas og Igor Fruman aðstoðuðu Giuliani í umleitunum hans í Úkraínu. Þeir voru ákærðir fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem tengdust ekki Úkraínubrölti Giuliani.
Bandaríkin Úkraína Donald Trump Tengdar fréttir Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30 Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Samstarfsmaður Giuliani segist hafa flutt Úkraínumönnum kröfu hans Framburður samstarfsmanns Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, stangast á við félaga hans, Giuliani sjálfs, og ráðgjafa Úkraínuforseta. 11. nóvember 2019 13:30
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15