Liverpool til í að ræða málin við stuðningsmenn sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 09:30 Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem mótmæltu fyrir utan Anfield leikvanginn. Getty/Martin Rickett Stuðningsmenn Liverpool fá að taka þátt í því að móta næstu skref hjá félaginu eftir að hafa hneykslast mikið á síðustu ákvörðunum eiganda félagsins. Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira
Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Sjá meira