Kristinn: Ég sagði við Danna að ég væri tilbúinn Smári Jökull Jónsson skrifar 29. apríl 2021 22:43 Úr leik Grindavíkur og ÍR frá því fyrr í vetur. Vísir / Hulda Margrét Kristinn Pálsson var hetja Grindvíkinga í Domino´s deildinni í kvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á ÍR með magnaðri flautukörfu. Sigurinn færir Grindvíkinga skrefi nær úrslitakeppni. „Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Þetta er geggjað. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður eins og er en þetta var auðvitað svakalega mikilvægur sigur fyrir okkur varðandi það að komast í úrslitakeppni. Að gera það án Marshall, Joonas og Dags er vel gert hjá okkur,“ sagði Kristinn eftir leik. Kristinn sleppti boltanum hálfri sekúndu áður en flautan gall og Grindvíkingar gjörsamlega trylltust af gleði. „Við spilum sem lið mest allan leikinn, aðeins í byrjun fjórða leikhluta sem við gáfum aðeins eftir. Að setja svona skot er draumur allra, að vinna leik á einu skoti. Ég tók það á mig, sagði við Danna að ég væri tilbúinn og hann treysti mér,“ bætti Kristinn við. Hann var þó ekki viss um að skotið myndi rata rétta leið eftir að hann sleppti boltanum. „Ég stökk aðeins á hliðina þannig að hann var hálfur ofan í þegar ég sá hann. Svo sá ég hann fara niður og bara hljóp af stað. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera.“ Grindvíkingar lentu í vandræðum í fjórða leikhlutanum og náðu ÍR-ingar mest 13 stiga forystu þegar innan við fimm mínútur voru eftir. „Þetta var svolítið erfitt hjá okkur. Þeir lokuðu betur á okkur og völdu hverjir voru að klára sóknirnar hjá okkur. Síðan fórum við að finna opnanir, vorum að hlaupa eitt kerfi mjög mikið. Síðan voru menn að setja risa skot, Björgvin Hafþór (Ríkharðsson) setti til dæmis mjög mikilvægt skot til að halda okkur inni í leiknum.“ Eins og Kristinn nefndi voru þeir Joonas Jarveleinen, Dagur Kár Jónsson og Marshall Nelson fjarri góðu gamni í kvöld en þetta eru þrír stigahæstu leikmenn Grindavíkur í vetur. „Það kemur maður í manns stað. Við þurfum að sýna úr hverju við erum byggðir, hver ætlar að taka af skarið og taka við keflinu. Ef menn eru meiddir þá þarf næsti maður að stíga upp og það gerðist svo sannarlega í dag,“ sagði Kristinn Pálsson að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti ÍR Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira