Sjáðu flugeldasýningu United og hvernig Saka kom Arsenal úr miklu klandri Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 09:00 Edinson Cavani hleypur til Paul Pogba og fagnar marki gegn Roma í 6-2 sigri Manchester United í gær. AP/Jon Super Manchester United bauð upp á flugeldasýningu í seinni hálfleik gegn Roma í gær og Bukayo Saka bjargaði Arsenal úr afar erfiðri stöðu gegn Villarreal á Spáni. Mörkin og rauðu spjöldin má sjá hér á Vísi. United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira