Langreyður, hrafnreyður og melrakki – dýr sem má veiða Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 30. apríl 2021 11:01 Þann 20. apríl sl. birti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, pistil um stöðu dýraverndunar á Íslandi. Mér þótti pistill hans ágætur og mér til mikillar gleði fékk pistillinn nokkra dreifingu. Mér finnst einmitt að dýravermd sé ákveðið málefni sem er ekki nægilega mikið rætt hér á landi. Leiðinlegt þótti mér þó að af þeim átta dýrategundum sem Ágúst tók sérstaklega fyrir í greininni virtist hann vera úti á þekju með tvær þeirra. Gaman hefði verið að hafa umfjöllunina nokkuð ýtarlegri en ég býst við að ætlun hans hafi verið að stikla á stóru. Langreyður Ágúst veltir vöngum yfir því hvers vegna við Íslendingar séum að veiða þetta annað stærsta núlifandi dýr jarðarinnar. Dýrið er jú á lista yfir dýrategundir sem eiga undir högg að sækja sökum ágangi manna. Áætlað er að til séu á milli 95.000 til 125.000 langreyðar í heiminum í dag. Nokkuð erfitt er að áætla stofnstærðina nákvæmlega þar sem að þeim er gjarnan ruglað saman við aðrar tegundir hvala. Flestir einstaklingar tegundarinnar halda sig saman í nokkurskonar ,,stórfjölskyldum‘‘ eða ,,ættbálkum‘‘ á vissum hafsvæðum og æxlast lítið innbyrðis þó að vissulega eigi það sér stundum stað. Af þessum ættbálkum hafa sumir orðið afar illa úti í hvalveiðum síðustu þriggja alda. Ættbálkurinn sem að heldur til á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Noregs er talinn vera rúmlega einn tíundi af stærð tegundarinnar. Tegundin er vissulega á válista. En það eru vissar hjarðir eða ættbálkar, eins og ég kýs að kalla þá, sem eiga verulega undir högg að sækja og virðist íslenski ættbálkurinn ekki vera einn þeirra. Mun meira hefur gengið á fjölda hvalanna t.d. úti fyrir ströndum Nýfundnalands og í Suðurhöfum. Þar hafa sumir ættbálkanna minnkað niður í nokkur hundruð einstaklinga. Þær veiðar sem nú eru stundaðar á langreyðum við Ísland hafa mest farið í um 150 dýr á ári sem er töluvert minna en þegar veiðarnar lögðust seinast af um 9. áratuginn. Sé stofninn milli Íslands, Grænlands og Noregs um 11.000 dýr þá eru 150 hvalir á ári rúmlega 1,4% af stærð stofnsins. Hrafnreyður Á þennan hval minnist Ágúst reyndar ekki en þar sem að hrafnreyðar, einnig kallaðar hrefnur, hafa lengi verið veiddar við Ísland langar mig aðeins að tala um þessi blessuðu dýr. Rúmlega helmingur allra hvala við Ísland eru af tegundinni hrafnreyður, en allur N-Atlantshafsstofn þessarar tegundar er talinn telja yfir 185.000 einstaklinga. Þessar hrafnreyðar eru í samkeppni um fæðu við alla hina hvalina sem að margir hverjir eru á válista og því al-friðaðir. Jafnframt eru hvalir í samkeppni við okkur mannfólkið, þar sem að fæða þeirra er jú fæða allskyns smádýra sem að síðan er fæða margs fisksins sem að við byggjum afkomu okkar á. Því má velta fyrir sér hvort að grisjun á stofni hrafnreyðsins gæti mögulega komið sér vel fyrir afkomu annarra tegunda í sjónum t.a.m. hvala sem eru á válista og fiska og rækja sem að við neytum. Þetta finnst mér að mætti kanna en best væri þá að faglærður sjávarlíffræðingur skrifaði um það frekar en ég. Melrakki Refastofninn á Íslandi hefur minnkað eylítið á síðastliðnum tólf árum. Þess verður að geta að fyrir tólf árum náði stofninn þeim mesta fjölda sem að hann hefur náð síðan mælingar hófust. Talið er að stofninn telji nú um 7000 dýr. Svo mikið hefur refum fjölgað síðastliðna áratugi að augljóslega má sjá aukna sókn þessara kvikinda í mannabyggðir sem að áður þótti afar fátítt enda eru refir rosalega styggir gagnhvart mannfólki. Æ algengara er að fólk sjái þá á vappi útá þjóðvegum landsins og nýlega fundust meira að segja fótspor að vetrarlagi á Vatnsendahæð í Reykjavík. Í Húnaþingi Vestra hefur einnig fundist refagreni í skógrækt sem var staðsett í um tveggja kílómetra fjarðlægð frá þéttbýliskjarna. Og fyrir dýr sem er vel þekkt fyrir að leggja allt að tugi kílómetra vegalengdir undir fót til þess að finna sér æti má þá kalla verulega bífrænt að gera sér greni svo nálægt mannabyggðum. Melrakkinn er, rétt eins og Ágúst bendir á, hinn upprunalegi landnemi. Eina villta spendýr landsins sem að hingað barst án viðkomu í skipum mannanna. En hann er ekki í útrýmingarhættu. Hann er krúttlegur úti í náttúrunni en innan byggðamarka mannsins getur hann verið skaðræði og jafn vel líka vargur. Villikettir Mögulegt er að Ágúst sé alls ekki útá þekju með kettina. Mér er bara ómögulegt að skilja hvað hann sé að leggja til. Vill hann vermda villiketti? Vill hann að stærra átak sé tekið til að farga þeim? Hann talaði um að betur ætti að ,,standa að því að sinna þessum munaðarlausu köttum‘‘ án þess að útskýra það neitt nánar. Það er vel þekkt um allan heim að kettir sem leggjast út geta verið stórkostleg ógn gegn viðkvæmum vistkerfum. Kettir eru rosalega fær rándýr sem geta fjölgað sér nokkuð hratt. Samkvæmt Ágústi eru villtir kettir á Íslandi taldir vera um 3000 talsins. Það eru langt um fleiri en ég hefði giskað á. – Sú staðreynd myndi benda til þess að í átak þurfi að ráðast til þess að halda villikattastofninum niðri. Að lokum vil ég benda á að dýravermd er vandmeðfarið fyrirbæri. Vermdi maður t.d. ákveðið rándýr mun það bitna á þeim dýrum sem rándýrið hefur að bráð. Vermdi maður einungis bráðina getur henni offjölgað og það getur bitnað illa á vistkerfinu sem hún lifir í. Einnig getur vermdun bráðar leitt til fjölgunar rándýra sem að þá herja þá á önnur dýr sem einnig stóð til að vermda. Stór partur náttúrvermdar er að reyna að gæta jafnvægis í samspili tegundanna. En um leið er það afar náttúrulegt að vissar tegundir verði undir í samkeppninni og deyji út. Það er það sem Charles Darwin kallaði náttúruval. Hvar á maðurinn að grípa inní og hvar ekki? Við því eru engin einföld svör. En við deilum lífsrými okkar með ótal lifandi verum og við höfum valdið og þekkinguna til þess að velja hvaða verum við viljum gera hærra undir höfði og hverjum ekki. Höfundur greinarinnar er rithöfundur og meðlimur Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 20. apríl sl. birti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, pistil um stöðu dýraverndunar á Íslandi. Mér þótti pistill hans ágætur og mér til mikillar gleði fékk pistillinn nokkra dreifingu. Mér finnst einmitt að dýravermd sé ákveðið málefni sem er ekki nægilega mikið rætt hér á landi. Leiðinlegt þótti mér þó að af þeim átta dýrategundum sem Ágúst tók sérstaklega fyrir í greininni virtist hann vera úti á þekju með tvær þeirra. Gaman hefði verið að hafa umfjöllunina nokkuð ýtarlegri en ég býst við að ætlun hans hafi verið að stikla á stóru. Langreyður Ágúst veltir vöngum yfir því hvers vegna við Íslendingar séum að veiða þetta annað stærsta núlifandi dýr jarðarinnar. Dýrið er jú á lista yfir dýrategundir sem eiga undir högg að sækja sökum ágangi manna. Áætlað er að til séu á milli 95.000 til 125.000 langreyðar í heiminum í dag. Nokkuð erfitt er að áætla stofnstærðina nákvæmlega þar sem að þeim er gjarnan ruglað saman við aðrar tegundir hvala. Flestir einstaklingar tegundarinnar halda sig saman í nokkurskonar ,,stórfjölskyldum‘‘ eða ,,ættbálkum‘‘ á vissum hafsvæðum og æxlast lítið innbyrðis þó að vissulega eigi það sér stundum stað. Af þessum ættbálkum hafa sumir orðið afar illa úti í hvalveiðum síðustu þriggja alda. Ættbálkurinn sem að heldur til á hafsvæðinu milli Grænlands, Íslands og Noregs er talinn vera rúmlega einn tíundi af stærð tegundarinnar. Tegundin er vissulega á válista. En það eru vissar hjarðir eða ættbálkar, eins og ég kýs að kalla þá, sem eiga verulega undir högg að sækja og virðist íslenski ættbálkurinn ekki vera einn þeirra. Mun meira hefur gengið á fjölda hvalanna t.d. úti fyrir ströndum Nýfundnalands og í Suðurhöfum. Þar hafa sumir ættbálkanna minnkað niður í nokkur hundruð einstaklinga. Þær veiðar sem nú eru stundaðar á langreyðum við Ísland hafa mest farið í um 150 dýr á ári sem er töluvert minna en þegar veiðarnar lögðust seinast af um 9. áratuginn. Sé stofninn milli Íslands, Grænlands og Noregs um 11.000 dýr þá eru 150 hvalir á ári rúmlega 1,4% af stærð stofnsins. Hrafnreyður Á þennan hval minnist Ágúst reyndar ekki en þar sem að hrafnreyðar, einnig kallaðar hrefnur, hafa lengi verið veiddar við Ísland langar mig aðeins að tala um þessi blessuðu dýr. Rúmlega helmingur allra hvala við Ísland eru af tegundinni hrafnreyður, en allur N-Atlantshafsstofn þessarar tegundar er talinn telja yfir 185.000 einstaklinga. Þessar hrafnreyðar eru í samkeppni um fæðu við alla hina hvalina sem að margir hverjir eru á válista og því al-friðaðir. Jafnframt eru hvalir í samkeppni við okkur mannfólkið, þar sem að fæða þeirra er jú fæða allskyns smádýra sem að síðan er fæða margs fisksins sem að við byggjum afkomu okkar á. Því má velta fyrir sér hvort að grisjun á stofni hrafnreyðsins gæti mögulega komið sér vel fyrir afkomu annarra tegunda í sjónum t.a.m. hvala sem eru á válista og fiska og rækja sem að við neytum. Þetta finnst mér að mætti kanna en best væri þá að faglærður sjávarlíffræðingur skrifaði um það frekar en ég. Melrakki Refastofninn á Íslandi hefur minnkað eylítið á síðastliðnum tólf árum. Þess verður að geta að fyrir tólf árum náði stofninn þeim mesta fjölda sem að hann hefur náð síðan mælingar hófust. Talið er að stofninn telji nú um 7000 dýr. Svo mikið hefur refum fjölgað síðastliðna áratugi að augljóslega má sjá aukna sókn þessara kvikinda í mannabyggðir sem að áður þótti afar fátítt enda eru refir rosalega styggir gagnhvart mannfólki. Æ algengara er að fólk sjái þá á vappi útá þjóðvegum landsins og nýlega fundust meira að segja fótspor að vetrarlagi á Vatnsendahæð í Reykjavík. Í Húnaþingi Vestra hefur einnig fundist refagreni í skógrækt sem var staðsett í um tveggja kílómetra fjarðlægð frá þéttbýliskjarna. Og fyrir dýr sem er vel þekkt fyrir að leggja allt að tugi kílómetra vegalengdir undir fót til þess að finna sér æti má þá kalla verulega bífrænt að gera sér greni svo nálægt mannabyggðum. Melrakkinn er, rétt eins og Ágúst bendir á, hinn upprunalegi landnemi. Eina villta spendýr landsins sem að hingað barst án viðkomu í skipum mannanna. En hann er ekki í útrýmingarhættu. Hann er krúttlegur úti í náttúrunni en innan byggðamarka mannsins getur hann verið skaðræði og jafn vel líka vargur. Villikettir Mögulegt er að Ágúst sé alls ekki útá þekju með kettina. Mér er bara ómögulegt að skilja hvað hann sé að leggja til. Vill hann vermda villiketti? Vill hann að stærra átak sé tekið til að farga þeim? Hann talaði um að betur ætti að ,,standa að því að sinna þessum munaðarlausu köttum‘‘ án þess að útskýra það neitt nánar. Það er vel þekkt um allan heim að kettir sem leggjast út geta verið stórkostleg ógn gegn viðkvæmum vistkerfum. Kettir eru rosalega fær rándýr sem geta fjölgað sér nokkuð hratt. Samkvæmt Ágústi eru villtir kettir á Íslandi taldir vera um 3000 talsins. Það eru langt um fleiri en ég hefði giskað á. – Sú staðreynd myndi benda til þess að í átak þurfi að ráðast til þess að halda villikattastofninum niðri. Að lokum vil ég benda á að dýravermd er vandmeðfarið fyrirbæri. Vermdi maður t.d. ákveðið rándýr mun það bitna á þeim dýrum sem rándýrið hefur að bráð. Vermdi maður einungis bráðina getur henni offjölgað og það getur bitnað illa á vistkerfinu sem hún lifir í. Einnig getur vermdun bráðar leitt til fjölgunar rándýra sem að þá herja þá á önnur dýr sem einnig stóð til að vermda. Stór partur náttúrvermdar er að reyna að gæta jafnvægis í samspili tegundanna. En um leið er það afar náttúrulegt að vissar tegundir verði undir í samkeppninni og deyji út. Það er það sem Charles Darwin kallaði náttúruval. Hvar á maðurinn að grípa inní og hvar ekki? Við því eru engin einföld svör. En við deilum lífsrými okkar með ótal lifandi verum og við höfum valdið og þekkinguna til þess að velja hvaða verum við viljum gera hærra undir höfði og hverjum ekki. Höfundur greinarinnar er rithöfundur og meðlimur Framsóknarflokksins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun