Handshófskenndar bólusetningar skoðaðar nánar Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. apríl 2021 14:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og vísindamenn fyrirtækisins kynntu í gær nýja rannsókn þar sem kannað var hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á þriðju bylgju Covid-19 hér á landi, þar sem 2.600 manns smituðust. Samkvæmt reiknilíkani sem varð til vegna rannsóknarinnar næðist hjarðónæmi fyrr ef bólusetningaröðinni væri breytt og yngra fólk bólusett fyrr, því það sé líklegra til að smita fleiri. Katrín segir að hingað til hafi verið unnið að því að koma viðkvæmustu hópum Íslands í skjól. Það hafi verið yfirlýst markmið með bólusetningum og því hafi verið byrjað á elstu hópunum, fólki með undirliggjandi sjúkdóma og framlínustarfsfólk. „Ég held að það sé rétt forgangsröðun en það sem við erum þá að horfa til er þegar við erum komin á þann stað sem við höfum verið að stefna að, þá tökum við þetta að sjálfsögðu til skoðunar. Þannig að hugsanlega verði þá yngri hópar bólusettir með handahófskenndum hætti,“ sagði Katrín. Hún sagði að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, myndu fara yfir gögnin og skoða þau. Það hafi verið gert á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Sjá má ummæli Katrínar um málið í spilaranum hér að neðan. Hún var spurð um skoðun sína eftir um 4:25. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og vísindamenn fyrirtækisins kynntu í gær nýja rannsókn þar sem kannað var hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á þriðju bylgju Covid-19 hér á landi, þar sem 2.600 manns smituðust. Samkvæmt reiknilíkani sem varð til vegna rannsóknarinnar næðist hjarðónæmi fyrr ef bólusetningaröðinni væri breytt og yngra fólk bólusett fyrr, því það sé líklegra til að smita fleiri. Katrín segir að hingað til hafi verið unnið að því að koma viðkvæmustu hópum Íslands í skjól. Það hafi verið yfirlýst markmið með bólusetningum og því hafi verið byrjað á elstu hópunum, fólki með undirliggjandi sjúkdóma og framlínustarfsfólk. „Ég held að það sé rétt forgangsröðun en það sem við erum þá að horfa til er þegar við erum komin á þann stað sem við höfum verið að stefna að, þá tökum við þetta að sjálfsögðu til skoðunar. Þannig að hugsanlega verði þá yngri hópar bólusettir með handahófskenndum hætti,“ sagði Katrín. Hún sagði að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, myndu fara yfir gögnin og skoða þau. Það hafi verið gert á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Sjá má ummæli Katrínar um málið í spilaranum hér að neðan. Hún var spurð um skoðun sína eftir um 4:25.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira