Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 26-27 | Eins marks sigur Selfyssinga í Eyjum Einar Kárason skrifar 30. apríl 2021 20:00 Einar Sverrisson átti góðan leik í Eyjum. mynd/selfoss Eyjamenn tóku á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í hörkuleik. Það var alvöru barátta þegar liðin í 4. og 6. sæti deildarinnar tókust á. Fór það svo að gestirnir unnu með eins marks mun, 27-26. Með sigri hefðu ÍBV getað styrkt stöðu sína í efri hluta deildarinnar á meðan gestirnir höfðu möguleika á því að koma sér upp fyrir heimamenn með sigri. Selfyssingar komust í fína stöðu snemma leiks og leiddu leikinn 1-4 en ÍBV klóruðu sig strax inn í leikinn á ný og varð úr jafn fyrri hálfleikur þar sem liðin skiptust á að leiða. Þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru heimamenn með eins marks forustu 11-10 en þá gáfu Selfyssingar í og skoruðu fjögur mörk gegn einu og fóru inn í hálfleikinn með tveggja marka forustu, 12-14. Selfoss skoraði fyrsta markið í síðari hálfleiknum og gerðu vel í að halda Eyjamönnum frá sér fyrst um sinn. Lið ÍBV er ekki þekkt fyrir að leggjast niður þegar á reynir og sóttu þeir í sig veðrið hægt og rólega og þegar stundarfjórðungur var eftir náðu þeir loks að jafna metin, 20-20, áður en þeir komust svo yfir. Þá tók við árás frá Selfyssingum sem skoruðu næstu fimm mörk og var staðan því orðin 21-25 þegar um 5 mínútur voru eftir. Eyjamenn beittu þá sömu uppskrift og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Gestirnir voru með boltann þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Magnús Öder Einarsson fór inn úr vinstra horninu en skot hans hafnaði í slánni. Heimamenn höfðu því tækifæri til að jafna leikinn, sem og þeir hefðu átt að gera. Sveinn Jose Rivera fékk boltann aleinn á línunni en skot hans fór af gólfinu, þaðan í þverslánna og út áður en leiktíminn rann út. Niðurstaðan því eins marks sigur Selfoss, 26-27. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar náðu fjögurra marka forustu tvisvar í síðari hálfleiknum. Í fyrra skiptið misstu þeir forskotið niður en í það síðara sluppu þeir naumlega með skrekkinn. Einar Sverrisson hrökk í gang í síðari hálfleiknum og skilaði mikilvægum mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Daði Styrmisson skoraði 12 mörk í liði ÍBV, þar af 7 úr víti. Honum næstur var Sigtryggur Daði Rúnarsson með 5 mörk. Hjá gestunum var Hergeir Grímsson atkvæðamestur með 9 mörk og 7 úr vítum. Einar Sverrisson átti frábæran leik og var næst markahæstur með 7 mörk. Hvað gekk illa? Mikið var um mistök hjá báðum liðum. Klaufaleg brot, trekk í trekk, urðu til þess að dæmd voru 16 vítaköst í leiknum. 8 á hvort lið. Hvað gerist næst? ÍBV heimsækir Gróttu á meðan Selfyssingar fá Valsmenn í heimsókn. Kristinn Guðmunds: You win some, you lose some Kristinn Guðmundsson fyrir miðju.Mynd: Bára/vísir ,,Við erum í bullandi vandræðum þegar lítið er eftir. Fjórum mörkum undir og fjórar mínútur eftir. Við gefumst aldrei upp og erum þrælóheppnir að ræna ekki stigi í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við erum í góðu mómenti í leiknum þegar við náum að jafna í seinni hálfleik. Við náum inn tveimur örvhentum leikmönnum en í fyrri hálfleik spilum við rétthentum manni hægra megin á móti þessari vörn. Það getur verið þunglamalegt. Við töldum okkur hafa lifað það vel af þó við höfum verið ósáttir með færanýtingu." Ýmislegt sem má laga. ,,Við þurfum að finna lausnir. Við vorum ekki nógu góðir í uppstilltum sóknarleik. Við vorum í vandræðum á móti Einari (Sverrissyni) og náum of lítið að klukka hann. Það er ýmislegt sem má laga." Grátlega nálægt því að jafna leikinn. ,,Hugsunarháttur okkar er að spila allar 60 mínúturnar. Við berjumst fram í rauðan dauðann og gefumst aldrei upp. Yfirleitt tekst okkur að komast inn í leiki þar sem við erum í vandræðum. Nú vorum við óheppnir að ná ekki einu stigi miðað við baráttuna og lætin í okkur í restina. You win some, you lose some," sagði Kristinn. Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss
Eyjamenn tóku á móti nágrönnum sínum frá Selfossi í hörkuleik. Það var alvöru barátta þegar liðin í 4. og 6. sæti deildarinnar tókust á. Fór það svo að gestirnir unnu með eins marks mun, 27-26. Með sigri hefðu ÍBV getað styrkt stöðu sína í efri hluta deildarinnar á meðan gestirnir höfðu möguleika á því að koma sér upp fyrir heimamenn með sigri. Selfyssingar komust í fína stöðu snemma leiks og leiddu leikinn 1-4 en ÍBV klóruðu sig strax inn í leikinn á ný og varð úr jafn fyrri hálfleikur þar sem liðin skiptust á að leiða. Þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik voru heimamenn með eins marks forustu 11-10 en þá gáfu Selfyssingar í og skoruðu fjögur mörk gegn einu og fóru inn í hálfleikinn með tveggja marka forustu, 12-14. Selfoss skoraði fyrsta markið í síðari hálfleiknum og gerðu vel í að halda Eyjamönnum frá sér fyrst um sinn. Lið ÍBV er ekki þekkt fyrir að leggjast niður þegar á reynir og sóttu þeir í sig veðrið hægt og rólega og þegar stundarfjórðungur var eftir náðu þeir loks að jafna metin, 20-20, áður en þeir komust svo yfir. Þá tók við árás frá Selfyssingum sem skoruðu næstu fimm mörk og var staðan því orðin 21-25 þegar um 5 mínútur voru eftir. Eyjamenn beittu þá sömu uppskrift og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Gestirnir voru með boltann þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Magnús Öder Einarsson fór inn úr vinstra horninu en skot hans hafnaði í slánni. Heimamenn höfðu því tækifæri til að jafna leikinn, sem og þeir hefðu átt að gera. Sveinn Jose Rivera fékk boltann aleinn á línunni en skot hans fór af gólfinu, þaðan í þverslánna og út áður en leiktíminn rann út. Niðurstaðan því eins marks sigur Selfoss, 26-27. Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar náðu fjögurra marka forustu tvisvar í síðari hálfleiknum. Í fyrra skiptið misstu þeir forskotið niður en í það síðara sluppu þeir naumlega með skrekkinn. Einar Sverrisson hrökk í gang í síðari hálfleiknum og skilaði mikilvægum mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Daði Styrmisson skoraði 12 mörk í liði ÍBV, þar af 7 úr víti. Honum næstur var Sigtryggur Daði Rúnarsson með 5 mörk. Hjá gestunum var Hergeir Grímsson atkvæðamestur með 9 mörk og 7 úr vítum. Einar Sverrisson átti frábæran leik og var næst markahæstur með 7 mörk. Hvað gekk illa? Mikið var um mistök hjá báðum liðum. Klaufaleg brot, trekk í trekk, urðu til þess að dæmd voru 16 vítaköst í leiknum. 8 á hvort lið. Hvað gerist næst? ÍBV heimsækir Gróttu á meðan Selfyssingar fá Valsmenn í heimsókn. Kristinn Guðmunds: You win some, you lose some Kristinn Guðmundsson fyrir miðju.Mynd: Bára/vísir ,,Við erum í bullandi vandræðum þegar lítið er eftir. Fjórum mörkum undir og fjórar mínútur eftir. Við gefumst aldrei upp og erum þrælóheppnir að ræna ekki stigi í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Við erum í góðu mómenti í leiknum þegar við náum að jafna í seinni hálfleik. Við náum inn tveimur örvhentum leikmönnum en í fyrri hálfleik spilum við rétthentum manni hægra megin á móti þessari vörn. Það getur verið þunglamalegt. Við töldum okkur hafa lifað það vel af þó við höfum verið ósáttir með færanýtingu." Ýmislegt sem má laga. ,,Við þurfum að finna lausnir. Við vorum ekki nógu góðir í uppstilltum sóknarleik. Við vorum í vandræðum á móti Einari (Sverrissyni) og náum of lítið að klukka hann. Það er ýmislegt sem má laga." Grátlega nálægt því að jafna leikinn. ,,Hugsunarháttur okkar er að spila allar 60 mínúturnar. Við berjumst fram í rauðan dauðann og gefumst aldrei upp. Yfirleitt tekst okkur að komast inn í leiki þar sem við erum í vandræðum. Nú vorum við óheppnir að ná ekki einu stigi miðað við baráttuna og lætin í okkur í restina. You win some, you lose some," sagði Kristinn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti