Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 30-30 | Jafntefli í hörkuleik í Krikanum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. apríl 2021 19:35 Einar Örn Sindrason jafnaði metin fyrir FH undir lok leiks. Vísir/Vilhelm FH og Stjarnan mættust í hörkuleik í Olís-deild karla í kvöld. Einar Örn Sindrasson jafnaði leikinn á síðustu sekúndunni og staðan því 30-30 í leikslok. Það var hart barist í Kaplakrika þegar FH fékk Stjörnuna í heimsókn í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins. Hart barist varnarlega beggja vegna á vellinum. Þegar um 10 mínútur voru liðnar af fóru FH-ingar að gefa í og komu sér í tveggja marka forystu 5-3. Þeir slepptu ekki því forskoti og héldu því út allan fyrri hálfleikinn. Hálfleikstölur 16-14. Bæði lið mættu vel stemmd til seinni hálfleiks. Áfram héldu FH ágætis forystu og komu sér á tímabili þremur mörkum yfir. Stjarnan lét ekki deigan síga og þegar um 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var staðan 20-20. Þegar fimm sekúndur voru eftir var staðan 29- 30 fyrir Stjörnunni. Þá tekur Patrekur, þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Þeir fóru illa með síðustu sóknina, Einar Örn Sindrasson kemst í boltann og jafnar leikinn fyrir FH. Lokatölur 30-30. Af hverju varð jafntefli? Bæði liðin mættu gríðarlega vel stemmd til leiksins í dag. En Stjörnumenn fóru illa með síðustu sóknina, Einar Örn gekk á lagið og jafnaði fyrir FH. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var það Ásbjörn Friðriksson með 7 mörk og Einar Rafn Eiðsson með 5 mörk. Phil Döhler var með 15 bolta varða, 33% markvörslu Hjá Stjörnunni voru Björgvin Hólmgeirsson og Pétur Árni Hauksson með 8 mörk. Adam Thorstensen var góður í markinu með 11 bolta varða, 35% markvörslu. Hvað gekk illa? Það er ekki hægt að segja að eitthvað eitt hafi staðið upp úr. FH átti brösulegan varnarleik í seinni hálfleik. Svo náðu FH-ingar að ganga á lagið þegar Stjarnan var í 7 á 6 og keyrðu í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Í 18. umferð mætir Stjarnan, ÍR. Leikurinn fer fram 3. maí kl 19.30. FH fá smá pásu og fer næsti leikur þeirra fram 9. maí kl 14.00 þegar þeir mæta Aftureldingu í Kaplakrika. Sigursteinn: Ég er ekkert rosalega ánægður með leikinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.vísir/vilhelm „Ég er ánægður með að ná í stigið úr því sem komið var en ég er ekkert rosalega ánægður með leikinn,“ sagði Steini, þjálfari FH, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. FH voru yfir í hálfleik en missa þetta aðeins frá sér í seinni. „Við verðum óagaðir. Við leysum hlutina ekki eins og við viljum gera og að því sögðu ætla ég ekki að taka neitt af Stjörnuliðinu sem mér fannst frábært og þeir gáfu allt sitt í þetta.“ FH-ingar geta andað aðeins á milli leikja þar sem næsti leikur er ekki fyrr en í 19. umferð. „Við munum klárlega nýta okkar tíma til að fara yfir okkar leik, ég er sáttur með stigið úr því sem komið var,“ sagði Steini að lokum. Patrekur Jóhannesson: Við áttum að vinna Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Sigurjón „Ég er hrikalega stoltur af mínu liði í dag. Hvernig menn komu inn í þetta. Baráttugleðin og við vorum að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki haft tíma til að æfa. Notaði mikið af hópnum og ég er bara hrikalega stoltur,“ sagði Patrekur, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli á móti FH „Við áttum að vinna. Ég tek leikhlé. Ég held að ég hafi gert mistök, ég hefði átt að láta þetta rúlla. Ég tek það á mig.“ Stjarnan var undir í hálfleik en náði að koma sér betur inn í leikinn í seinni hálfleik. „Þetta var leikur allan tímann. Við byrjuðum mjög framarlega og svo færðum við okkur aftar. Við græddum rosalega mikið á þessum leik uppá framhaldið, eða ég vona það.“ Stjarnan voru 7 á 6 á tímabili í leiknum. „Við komum okkur í góða stöðu í 7 á 6. Ég held ég hafi notað þetta vel í dag. Það er fínt og ég var búinn að ákveða að þegar við kæmumst yfir myndi ég nota það aftur. Við fengum fín mörk og fín færi. Markmaðurinn hjá FH var góður og varði fínt allann leikinn. En annars var þetta nokkuð gott,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH Stjarnan Handbolti Íslenski boltinn
FH og Stjarnan mættust í hörkuleik í Olís-deild karla í kvöld. Einar Örn Sindrasson jafnaði leikinn á síðustu sekúndunni og staðan því 30-30 í leikslok. Það var hart barist í Kaplakrika þegar FH fékk Stjörnuna í heimsókn í 17. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins. Hart barist varnarlega beggja vegna á vellinum. Þegar um 10 mínútur voru liðnar af fóru FH-ingar að gefa í og komu sér í tveggja marka forystu 5-3. Þeir slepptu ekki því forskoti og héldu því út allan fyrri hálfleikinn. Hálfleikstölur 16-14. Bæði lið mættu vel stemmd til seinni hálfleiks. Áfram héldu FH ágætis forystu og komu sér á tímabili þremur mörkum yfir. Stjarnan lét ekki deigan síga og þegar um 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var staðan 20-20. Þegar fimm sekúndur voru eftir var staðan 29- 30 fyrir Stjörnunni. Þá tekur Patrekur, þjálfari Stjörnunnar leikhlé. Þeir fóru illa með síðustu sóknina, Einar Örn Sindrasson kemst í boltann og jafnar leikinn fyrir FH. Lokatölur 30-30. Af hverju varð jafntefli? Bæði liðin mættu gríðarlega vel stemmd til leiksins í dag. En Stjörnumenn fóru illa með síðustu sóknina, Einar Örn gekk á lagið og jafnaði fyrir FH. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH var það Ásbjörn Friðriksson með 7 mörk og Einar Rafn Eiðsson með 5 mörk. Phil Döhler var með 15 bolta varða, 33% markvörslu Hjá Stjörnunni voru Björgvin Hólmgeirsson og Pétur Árni Hauksson með 8 mörk. Adam Thorstensen var góður í markinu með 11 bolta varða, 35% markvörslu. Hvað gekk illa? Það er ekki hægt að segja að eitthvað eitt hafi staðið upp úr. FH átti brösulegan varnarleik í seinni hálfleik. Svo náðu FH-ingar að ganga á lagið þegar Stjarnan var í 7 á 6 og keyrðu í bakið á þeim. Hvað gerist næst? Í 18. umferð mætir Stjarnan, ÍR. Leikurinn fer fram 3. maí kl 19.30. FH fá smá pásu og fer næsti leikur þeirra fram 9. maí kl 14.00 þegar þeir mæta Aftureldingu í Kaplakrika. Sigursteinn: Ég er ekkert rosalega ánægður með leikinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.vísir/vilhelm „Ég er ánægður með að ná í stigið úr því sem komið var en ég er ekkert rosalega ánægður með leikinn,“ sagði Steini, þjálfari FH, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. FH voru yfir í hálfleik en missa þetta aðeins frá sér í seinni. „Við verðum óagaðir. Við leysum hlutina ekki eins og við viljum gera og að því sögðu ætla ég ekki að taka neitt af Stjörnuliðinu sem mér fannst frábært og þeir gáfu allt sitt í þetta.“ FH-ingar geta andað aðeins á milli leikja þar sem næsti leikur er ekki fyrr en í 19. umferð. „Við munum klárlega nýta okkar tíma til að fara yfir okkar leik, ég er sáttur með stigið úr því sem komið var,“ sagði Steini að lokum. Patrekur Jóhannesson: Við áttum að vinna Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Sigurjón „Ég er hrikalega stoltur af mínu liði í dag. Hvernig menn komu inn í þetta. Baráttugleðin og við vorum að gera fullt af hlutum sem við höfum ekki haft tíma til að æfa. Notaði mikið af hópnum og ég er bara hrikalega stoltur,“ sagði Patrekur, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafntefli á móti FH „Við áttum að vinna. Ég tek leikhlé. Ég held að ég hafi gert mistök, ég hefði átt að láta þetta rúlla. Ég tek það á mig.“ Stjarnan var undir í hálfleik en náði að koma sér betur inn í leikinn í seinni hálfleik. „Þetta var leikur allan tímann. Við byrjuðum mjög framarlega og svo færðum við okkur aftar. Við græddum rosalega mikið á þessum leik uppá framhaldið, eða ég vona það.“ Stjarnan voru 7 á 6 á tímabili í leiknum. „Við komum okkur í góða stöðu í 7 á 6. Ég held ég hafi notað þetta vel í dag. Það er fínt og ég var búinn að ákveða að þegar við kæmumst yfir myndi ég nota það aftur. Við fengum fín mörk og fín færi. Markmaðurinn hjá FH var góður og varði fínt allann leikinn. En annars var þetta nokkuð gott,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti