Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grótta 26-32 | ÍR endanlega fallið úr efstu deild Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2021 22:50 Úr leik kvöldsins. Vísir/Elín ÍR féll í kvöld úr efstu deild þegar liðið tapaði á móti Gróttu í kvöld sem er í 10. sæti deildarinnar. Góður seinni hálfleikur Gróttu var það sem skildi liðin af og leikurinn endaði með sex marka sigri Gróttu 26 - 32. Grótta tóku fyrsta frumkvæði leiksins með marki frá Daníel Erni Griffin. Grótta spiluðu betur fyrsta korterið en ÍR hleypti þeim aldrei langt fram úr sér og jöfnuðu leikinn í 8 - 8. ÍR átti frábæran kafla um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og neydddust þjálfara teymi Gróttu að taka leikhlé þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum og ÍR þremur mörkum yfir. Fyrri hálfleikur endaði með góðu áhlaupi Gróttu þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður liðsins hrökk í gang sem Grótta svöruðu með fínum kafla sóknarlega og staðan 14 - 15 gestunum í vil þegar haldið var til hálfleiks. Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru Gróttu menn allt í öllu. Þeir tóku með sér góðan lokakafla inn í þann seinni og gengu frá ÍR ingum þar sem staðan var orðin 15 - 20 gestunum í vil. Grótta skoraði 18 mörk í seinni hálfleik sem varð til þess að liðið vann að lokum nokkuð örrugan sigur á botnliði ÍR 26 - 32. Af hverju vann Grótta? Grótta spilaði talsvert betur í seinni hálfleik heldur en andstæðingar þeirra í ÍR. Grótta keyrði bara yfir heimamenn á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var aldrei spurning hvar stigin tvö myndu lenda eftir þann kafla. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Huldar Stefánsson markmaður Gróttu átti góðan leik í dag. Það má segja að ÍR hafi skotið hann í gang undir lok fyrri hálfleiks sem kveikti í honum og fór hann að verja betur í seinni hálfleik og skilaði góðu verki. Ingólfur Arnar Þorgerisson átti góðan leik fyrir Gróttu í dag, hann greip tækifærið í kvöld og skilaði 5 mörkum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var í járnum þar til það kom slæmur kafli hjá ÍR undir lok fyrri hálfleiks sem virtist hrella þá út allan leikinn og náðu þeir sér í raun aldrei á strik eftir að hafa komist þremur mörkum yfir um tíma. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á mánudaginn næsta með leik Gróttu og ÍBV klukkan 18:00 hér í Hertz höllinni. ÍR á einnig leik á mánudaginn kemur. ÍR fer í TM höllina og mætir Stjörnunni klukkan 19:30. Arnar Daði: Strákarnir eiga hrós skilið fyrir seinni hálfleikinn Arnar Daði var kátur með sína menn í seinni hálfleikVísir/Hulda Fyrri og seinni hálfleikur leiksins voru mjög ólíkir hjá lærisveinum Arnars Daða og var spennustig liðsins mjög hátt þar sem mikið var undir í kvöld. „Það má segja að spennustigið hafi verið of hátt, við vissum að það væri mikið undir í kvöld, mér fannst fyrri hálfleikur síðan svoldið bara hlaupa frá okkur, allt í einu var kominn hálfleikur og við einu marki yfir," sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu og bætti við að liðið núll stillti sig í hálfleik. ÍR átti góðan kafla um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest þremur mörkum yfir. „Í þessum kafla vorum við óskynsamir sem skilaði sér í töpuðum boltum, við misstum síðan menn útaf með brottvísun og vorum við fjórir inn á um tíma, þetta var bara slæmur kafli en sem betur fer leystum við þá flækju." Grótta spilaði miklu betri bolta í seinni hálfleik og þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var ljóst að stigin tvö myndu enda á Seltjarnanesi. „Við töluðum um það í hálfleik að spila betur og strákarnir eiga hrós skilið fyrir að hafa svarað kallinu, ég sem þjálfari hefði auðvitað vilja sjá þessa spilamennsku í fyrri hálfleik líka en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu," sagði Arnar að lokum. Kristinn Björgúlfsson: Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig Kristinn Björgúlfsson var svekktur með niðurstöðu leiksinsVísir/Vilhelm „Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið. Olís-deild karla ÍR Grótta
ÍR féll í kvöld úr efstu deild þegar liðið tapaði á móti Gróttu í kvöld sem er í 10. sæti deildarinnar. Góður seinni hálfleikur Gróttu var það sem skildi liðin af og leikurinn endaði með sex marka sigri Gróttu 26 - 32. Grótta tóku fyrsta frumkvæði leiksins með marki frá Daníel Erni Griffin. Grótta spiluðu betur fyrsta korterið en ÍR hleypti þeim aldrei langt fram úr sér og jöfnuðu leikinn í 8 - 8. ÍR átti frábæran kafla um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og neydddust þjálfara teymi Gróttu að taka leikhlé þegar 22 mínútur voru liðnar af leiknum og ÍR þremur mörkum yfir. Fyrri hálfleikur endaði með góðu áhlaupi Gróttu þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður liðsins hrökk í gang sem Grótta svöruðu með fínum kafla sóknarlega og staðan 14 - 15 gestunum í vil þegar haldið var til hálfleiks. Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru Gróttu menn allt í öllu. Þeir tóku með sér góðan lokakafla inn í þann seinni og gengu frá ÍR ingum þar sem staðan var orðin 15 - 20 gestunum í vil. Grótta skoraði 18 mörk í seinni hálfleik sem varð til þess að liðið vann að lokum nokkuð örrugan sigur á botnliði ÍR 26 - 32. Af hverju vann Grótta? Grótta spilaði talsvert betur í seinni hálfleik heldur en andstæðingar þeirra í ÍR. Grótta keyrði bara yfir heimamenn á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var aldrei spurning hvar stigin tvö myndu lenda eftir þann kafla. Hverjir stóðu upp úr? Stefán Huldar Stefánsson markmaður Gróttu átti góðan leik í dag. Það má segja að ÍR hafi skotið hann í gang undir lok fyrri hálfleiks sem kveikti í honum og fór hann að verja betur í seinni hálfleik og skilaði góðu verki. Ingólfur Arnar Þorgerisson átti góðan leik fyrir Gróttu í dag, hann greip tækifærið í kvöld og skilaði 5 mörkum. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikurinn var í járnum þar til það kom slæmur kafli hjá ÍR undir lok fyrri hálfleiks sem virtist hrella þá út allan leikinn og náðu þeir sér í raun aldrei á strik eftir að hafa komist þremur mörkum yfir um tíma. Hvað gerist næst? Næsta umferð hefst á mánudaginn næsta með leik Gróttu og ÍBV klukkan 18:00 hér í Hertz höllinni. ÍR á einnig leik á mánudaginn kemur. ÍR fer í TM höllina og mætir Stjörnunni klukkan 19:30. Arnar Daði: Strákarnir eiga hrós skilið fyrir seinni hálfleikinn Arnar Daði var kátur með sína menn í seinni hálfleikVísir/Hulda Fyrri og seinni hálfleikur leiksins voru mjög ólíkir hjá lærisveinum Arnars Daða og var spennustig liðsins mjög hátt þar sem mikið var undir í kvöld. „Það má segja að spennustigið hafi verið of hátt, við vissum að það væri mikið undir í kvöld, mér fannst fyrri hálfleikur síðan svoldið bara hlaupa frá okkur, allt í einu var kominn hálfleikur og við einu marki yfir," sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu og bætti við að liðið núll stillti sig í hálfleik. ÍR átti góðan kafla um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest þremur mörkum yfir. „Í þessum kafla vorum við óskynsamir sem skilaði sér í töpuðum boltum, við misstum síðan menn útaf með brottvísun og vorum við fjórir inn á um tíma, þetta var bara slæmur kafli en sem betur fer leystum við þá flækju." Grótta spilaði miklu betri bolta í seinni hálfleik og þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var ljóst að stigin tvö myndu enda á Seltjarnanesi. „Við töluðum um það í hálfleik að spila betur og strákarnir eiga hrós skilið fyrir að hafa svarað kallinu, ég sem þjálfari hefði auðvitað vilja sjá þessa spilamennsku í fyrri hálfleik líka en maður fær ekki allt sem maður vill í lífinu," sagði Arnar að lokum. Kristinn Björgúlfsson: Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig Kristinn Björgúlfsson var svekktur með niðurstöðu leiksinsVísir/Vilhelm „Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti