„Eftirtektarverð“ fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig sex prósentustigum á milli kannana hjá MMR. Vísir/Ragnar Stjórnmálafræðingur segir eftirtektarvert hversu miklu fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig frá því í byrjun mánaðar. Flokkurinn mældist síðast með sambærilegt fylgi við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. Þá virðist Sósíalistaflokkurinn kominn til að vera. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka á Alþingi með tuttugu og átta komma sjö prósent fylgi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn bætir mjög við sig frá því í síðustu könnun, eða sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar dalar en flokkurinn mælist nú með rúmlega ellefu prósenta fylgi og þá minnkar fylgi Pírata um tæp fjögur prósentustig milli kannanna. Sósíalistaflokkurinn tekur fram úr Miðflokknum og nær samkvæmt könnuninni sex prósenta fylgi - og þar með manni inn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi síðast mælst með svipað fylgi í upphafi kórónuveirufaraldursins. Það sé eftirtektarvert hversu mikið flokkurinn bæti við sig milli kannana. „Mögulega er einhver ánægja með hvernig Sjálfstæðislfokkurinn hefur verið að standa sig í þessum hremmingum öllum,“ segir Eva. „En það er eftirtektarvert hvað hann hækkar núna mikið í þessari könnun MMR miðað við síðustu könnun. En svo geta alltaf komið kannanir sem sýna ekki alveg réttu myndina enda eru kannanir þess eðlis. Til þess að sjá þróunina verður maður eiginlega að sjá næstu könnun til að sjá hvort þetta sé undantekningin eða ekki.“ Þá geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn sæki aukið fylgi sitt til flokka á borð við Miðflokksins, hvers fylgi lækkar enn samkvæmt nýju könnuninni, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Sósíalistaflokkurinn sæki hins vegar sitt fylgi mögulega til óánægðra stuðningsmanna Vinstri grænna. „En hann er búinn að vera það lengi til staðar og það lengi með þetta í kringum fimm prósenta fylgi, þannig að þetta er flokkur sem virðist kominn til að vera.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira