Gæti orðið skynsamlegt að bólusetja yngri fyrr Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2021 20:00 Þórólfur Guðnason kemur af rísisstjórnarfundi eftir að hafa kynnt henni tillögur sínar Vísir/Vilhelm Yfirvöld skoða hvort ráðist verði í handahófskenndar bólusetningar þegar búið er að verja viðkvæmustu hópana. Sextíu og sex þúsund skammtar af bóluefni hafa verið staðfestir til landsins í maí. Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Um 109 þúsund voru í lok gærdags búnir að fá að minnsta kosti fyrri sprautuna af bóluefni gegn Covid. Er það um 37,5 prósent af þeim hópi sem áætlað er að bólusetja á Íslandi. Sóttvarnalæknir tekur vel í niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar að hjarðónæmi náist fyrr með því annað hvort að bólusetja yngri hópa fyrr eða þá beita handahófskenndum bólusetningum. Hann skoðar nú þann möguleika. „Þetta var áhugavert innlegg hjá Íslenskri erfðagreiningu og áhugaverðar niðurstöður. Þær eru í samræmi við það sem ég hef verið að tala um áður. Auðvitað væri árangursríkast að ef við ættum nóg bóluefni að bólusetja þá sem eru virkustu smitberarnir í samfélaginu. Það er ungt fólk og fólk á miðjum aldri. Það sama sýnir líkanið hjá Íslenskri erfðagreiningu. Við þurfum að skoða það núna þegar við klárum að bólusetja þessa áhættuhópa, sem geta farið illa út úr sýkingunum, hvort ekki væri áhrifaríkast að bólusetja tilviljanakennt frekar en að fara niður aldurshópinn. Mér sýnist að það gæti verið skynsamlegt, bæði út frá útreikningum Íslenskrar erfðagreiningar og þessu sama hugtaki að reyna að ná til þeirra sem bera og dreifa mesta smitinu,“ segir Þórólfur. Að hans mati sé mikilvægara að vernda viðkvæma hópa fyrst áður en stefnan sé tekin á hjarðónæmi. „Af því við erum ekki að fá það mikið bóluefni í einu þá er nauðsynlegt að verja viðkvæmustu hópana fyrst og síðan ná hjarðónæminu. Þetta er tvennt ólíkt en við eigum að geta náð því nokkurn veginn sama tíma. Við getum líka valið að bólusetja viðkvæmusta hópinn og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma handahófskennt. Þannig gætum við útfært þetta þannig að við næðum markmiðunum á sama tíma,“ segir Þórólfur. Búist er við 50.300 skammtar af bóluefni Pfizer í maí mánuði og 10.500 frá Moderna. Í næstu viku koma 11.700 skammtarf frá Pfizer og 2.640 skammtar frá Moderna. Ekki er staðfest afhending frá öðrum framleiðendum, nema að um 5.500 skammtar berast frá Jansen í næstu viku. Farið var langt með að klára bólusetningar 60 ára og eldri í vikunni. Næsti hópur eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira