Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 22:15 Trump, þáverandi forseti, fól Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni sínum, í reynd að reka utanríkisstefnu sína gagnvart Úkraínu um skeið. Rannsókn bandarískra yfirvalda virðist nú beinast að því hvort að Giuliani hafi unnið fyrir fleiri en Trump í landinu. AP/Jacquelyn Martin Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. New York Times fullyrðir að í húsleitarheimild sem bandaríska alríkislögreglan fékk sé vísað til Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem Trump lét kalla heim fyrirvaralaust í kjölfar áróðursherferðar Giuliani og fleiri gegn henni í maí árið 2019. Rannsakendurnir voru einnig á höttunum eftir samskiptum Giuliani við nokkra úkraínska embættismenn sem töldu sig eiga sökótt við sendiherrann. Þetta er sagt benda til þess að rannsóknin á Giuliani beinist að því hvort að hann hafi reynt að ryðja Yovanovitch úr vegi fyrir hönd Trump eða Úkraínumannanna. Rannsóknin er talin beinast að því hvort að Giuliani hafi starfað á laun sem málsvari erlends ríkis á sama tíma og hann kom fram fyrir hönd Trump þegar hann var forseti. Bandarísk alríkislög skylda þá sem vinna málafylgjustörf fyrir erlend ríki til að skrá sig hjá yfirvöldum. Giuliani neitar allri sök en hann hefur ekki verið ákærður fyrir glæp til þessa. Sakaði Giuliani um ófrægingarherferð gegn sér Brottrekstur Yovanovitch var einn af vendipunktunum í atburðarásinni sem leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot haustið 2019. Giuliani reri að því öllum árum að Yovanovitch yrði fjarlægð úr stöðu sinni þar sem hann taldi hana vera sér Þránd í Götu í því að nálgast skaðlegar upplýsingar um Joe Biden, sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetaembættið, í Úkraínu. Yovanovitch bar vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og sakaði Giuliani um að hafa staðið að ófrægingarherferð í sinn garð. Trump var á endanum kærður fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden og lét halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til landsins. Giuliani vann meðal annars með Júrí Lútsenkó, fyrrverandi ríkisaksóknara Úkraínu, sem vildi einnig losna við Yovanovitch sem sendiherra Bandaríkjanna. Lögmaður Giuliani staðfestir við AP-fréttastofuna að leitarheimild alríkislögreglunnar hafi náð til samskipta skjólstæðings síns við Lútsenkó. Rannsókn bandarískra yfirvalda er sögð snúast að hluta um hvort að Giuliani kunni að hafa unnið fyrir Lútsenkó og aðra Úkraínumenn að því að bola Yovanovitch burt. Jafnvel þó að hann hefði ekki fengið greitt fyrir viðvikið í beinhörðum peningnum gætu saksóknar haldið því fram að Úkraínumennirnir hefðu umbunað Giuliani með upplýsingum um Biden og son hans Hunter. Trump, að undirlagi Giuliani, hélt uppi ásökunum um að Biden-feðgarnir hafi verið viðriðnir spillingu í Úkraínu. Fyrir því lögðu þeir þó aldrei fram trúverðug sönnunargögn. Washington Post sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði varað Giuliani við því rússneska leyniþjónustan reyndi að hafa hann að leiksoppi í því skyni að koma höggi á Biden í aðdraganda forsetakosninga síðla árs 2019. Þrátt fyrir það héldu Trump og Giuliani áfram uppi stoðlausum samsæriskenningum sem virtust runnar undan rifjum rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal að það hafi í raun verið Úkraínustjórn sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016 en ekki Rússland, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Uppfært 1. maí 2021: Washington Post hefur leiðrétt frétt sína í kjölfar birtingar og dregið fullyrðingar sínar til baka um að FBI hafi varað Giuliani við því að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að notfæra sér hann sem hluta af aðgerðum sínum. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Tengdar fréttir Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
New York Times fullyrðir að í húsleitarheimild sem bandaríska alríkislögreglan fékk sé vísað til Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, sem Trump lét kalla heim fyrirvaralaust í kjölfar áróðursherferðar Giuliani og fleiri gegn henni í maí árið 2019. Rannsakendurnir voru einnig á höttunum eftir samskiptum Giuliani við nokkra úkraínska embættismenn sem töldu sig eiga sökótt við sendiherrann. Þetta er sagt benda til þess að rannsóknin á Giuliani beinist að því hvort að hann hafi reynt að ryðja Yovanovitch úr vegi fyrir hönd Trump eða Úkraínumannanna. Rannsóknin er talin beinast að því hvort að Giuliani hafi starfað á laun sem málsvari erlends ríkis á sama tíma og hann kom fram fyrir hönd Trump þegar hann var forseti. Bandarísk alríkislög skylda þá sem vinna málafylgjustörf fyrir erlend ríki til að skrá sig hjá yfirvöldum. Giuliani neitar allri sök en hann hefur ekki verið ákærður fyrir glæp til þessa. Sakaði Giuliani um ófrægingarherferð gegn sér Brottrekstur Yovanovitch var einn af vendipunktunum í atburðarásinni sem leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot haustið 2019. Giuliani reri að því öllum árum að Yovanovitch yrði fjarlægð úr stöðu sinni þar sem hann taldi hana vera sér Þránd í Götu í því að nálgast skaðlegar upplýsingar um Joe Biden, sem þá var líklegasti keppinautur Trump um forsetaembættið, í Úkraínu. Yovanovitch bar vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar og sakaði Giuliani um að hafa staðið að ófrægingarherferð í sinn garð. Trump var á endanum kærður fyrir að misbeita valdi sínu þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka Biden og lét halda eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til landsins. Giuliani vann meðal annars með Júrí Lútsenkó, fyrrverandi ríkisaksóknara Úkraínu, sem vildi einnig losna við Yovanovitch sem sendiherra Bandaríkjanna. Lögmaður Giuliani staðfestir við AP-fréttastofuna að leitarheimild alríkislögreglunnar hafi náð til samskipta skjólstæðings síns við Lútsenkó. Rannsókn bandarískra yfirvalda er sögð snúast að hluta um hvort að Giuliani kunni að hafa unnið fyrir Lútsenkó og aðra Úkraínumenn að því að bola Yovanovitch burt. Jafnvel þó að hann hefði ekki fengið greitt fyrir viðvikið í beinhörðum peningnum gætu saksóknar haldið því fram að Úkraínumennirnir hefðu umbunað Giuliani með upplýsingum um Biden og son hans Hunter. Trump, að undirlagi Giuliani, hélt uppi ásökunum um að Biden-feðgarnir hafi verið viðriðnir spillingu í Úkraínu. Fyrir því lögðu þeir þó aldrei fram trúverðug sönnunargögn. Washington Post sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hefði varað Giuliani við því rússneska leyniþjónustan reyndi að hafa hann að leiksoppi í því skyni að koma höggi á Biden í aðdraganda forsetakosninga síðla árs 2019. Þrátt fyrir það héldu Trump og Giuliani áfram uppi stoðlausum samsæriskenningum sem virtust runnar undan rifjum rússnesku leyniþjónustunnar, þar á meðal að það hafi í raun verið Úkraínustjórn sem reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016 en ekki Rússland, þvert á niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar. Uppfært 1. maí 2021: Washington Post hefur leiðrétt frétt sína í kjölfar birtingar og dregið fullyrðingar sínar til baka um að FBI hafi varað Giuliani við því að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að notfæra sér hann sem hluta af aðgerðum sínum.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Tengdar fréttir Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25