Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 10:13 Einhvers konar þrýstingsbreyting veldur því að virknin í gosinu slokknar í smá stund áður en hún rýkur upp með stærðarinnar kvikustrókum. Náttúruvárhópur Suðurlands telur strókana sennilega vera þá stærstu í eldgosinu hingað til. Skjáskot/Sigfús Steindórsson Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. „Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
„Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54
Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45