Þjálfari KR-inga ekki fæddur þegar KR tapaði síðast fjórum heimaleikjum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 11:30 Darri Freyr Atlason fylgist með sínum mönnum í leiknum á móti Grindavík í gær. Vísir/Bára KR-ingar töpuðu í gær fjórða heimaleiknum sínum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta en það hefur ekki gerst í meira en þrjá áratugi. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1990-91 sem KR vinnur ekki leik í fjórum heimaleikjum í röð. Þetta er líka jöfnun á óvinsælu félagmeti því KR hefur aldrei tapað fleiri heimaleikjum í röð í úrvalsdeild karla (frá 1978). KR tapaði í gær 83-85 á móti Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson skoraði sigurkörfuna með skoti frá miðju eftir að hafa stolið boltanum eftir innkast KR-inga. Þetta var annar heimaleikurinn í röð þar sem KR setur upp lokasókn leiksins en tapar svo boltanum og andstæðingurinn skorar dramatíska sigurkörfu af löngu færi. KR tapaði einnig með svipuðum hætti á móti Haukum á dögunum. Áður hafði KR-liðið tapað heimaleikjum á móti Val og Þór Akureyri en þeir fóru fram fyrir síðasta kórónuveirustopp. Síðasta fjögurra leikja taphrina KR á heimavelli í úrvalsdeildinni kom í nóvembermánuði árið 1990 þegar liðið tapaði fjórum í röð á móti Grindavík, Tindastól, Keflavík og Njarðvík. KR-liðið lék þá heimaleiki sína í Laugardalshöllinni. KR svaraði taphrinunni með því að vinna sex síðustu heimaleiki sína á leiktíðinni. Darri Freyr Atlason er þjálfari KR-liðsins í dag en hann fæddist í júnímánuði 1994. Þjálfari KR-inga var því ekki fæddur þegar Vesturbæjarliðið tapaði síðast fjórum heimaleikjum í röð og í raun voru enn 42 mánuður í fæðingu hans þegar KR tapaði síðast fjórum leikjum í röð. Næsti heimaleikur KR-liðsins, og sá síðasti á leiktíðinni, er á móti ÍR-ingum eftir eina viku. Flestir tapleikir KR í röð á heimavelli í úrvalsdeild karla: 4 - 2020-21 4 - 1990-91 4 - 1980-81 3 - 1996-97 3 - 1992-93 3 - 1985-86 3 - 1984-85 3 - 1982-83 Dominos-deild karla KR Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1990-91 sem KR vinnur ekki leik í fjórum heimaleikjum í röð. Þetta er líka jöfnun á óvinsælu félagmeti því KR hefur aldrei tapað fleiri heimaleikjum í röð í úrvalsdeild karla (frá 1978). KR tapaði í gær 83-85 á móti Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson skoraði sigurkörfuna með skoti frá miðju eftir að hafa stolið boltanum eftir innkast KR-inga. Þetta var annar heimaleikurinn í röð þar sem KR setur upp lokasókn leiksins en tapar svo boltanum og andstæðingurinn skorar dramatíska sigurkörfu af löngu færi. KR tapaði einnig með svipuðum hætti á móti Haukum á dögunum. Áður hafði KR-liðið tapað heimaleikjum á móti Val og Þór Akureyri en þeir fóru fram fyrir síðasta kórónuveirustopp. Síðasta fjögurra leikja taphrina KR á heimavelli í úrvalsdeildinni kom í nóvembermánuði árið 1990 þegar liðið tapaði fjórum í röð á móti Grindavík, Tindastól, Keflavík og Njarðvík. KR-liðið lék þá heimaleiki sína í Laugardalshöllinni. KR svaraði taphrinunni með því að vinna sex síðustu heimaleiki sína á leiktíðinni. Darri Freyr Atlason er þjálfari KR-liðsins í dag en hann fæddist í júnímánuði 1994. Þjálfari KR-inga var því ekki fæddur þegar Vesturbæjarliðið tapaði síðast fjórum heimaleikjum í röð og í raun voru enn 42 mánuður í fæðingu hans þegar KR tapaði síðast fjórum leikjum í röð. Næsti heimaleikur KR-liðsins, og sá síðasti á leiktíðinni, er á móti ÍR-ingum eftir eina viku. Flestir tapleikir KR í röð á heimavelli í úrvalsdeild karla: 4 - 2020-21 4 - 1990-91 4 - 1980-81 3 - 1996-97 3 - 1992-93 3 - 1985-86 3 - 1984-85 3 - 1982-83
Flestir tapleikir KR í röð á heimavelli í úrvalsdeild karla: 4 - 2020-21 4 - 1990-91 4 - 1980-81 3 - 1996-97 3 - 1992-93 3 - 1985-86 3 - 1984-85 3 - 1982-83
Dominos-deild karla KR Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira