Sumar barnsins Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifa 3. maí 2021 10:00 Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Börn og uppeldi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Sumarið er gengið í garð og sippubönd, krítar og sápukúlur hafa verið dregin fram. Það er sérstaklega kærkomið að finna vor í lofti nú þegar margir hafa á undanförnu ári upplifað mikinn kvíða og depurð vegna COVID faraldursins. Börn eru þar ekki undanskilin en strangar reglur um hreinlæti og samskipti við aðra, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldum, sífellt tal um COVID og sóttvarnir, og áhyggjur af námi sínu og námsárangri hefur allt gífurleg áhrif á börn. Að auki eiga ekki öll börn öruggt skjól á heimilum sínum, en tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði talsvert á síðastliðnu ári sem og málum á borði barnaverndar. Breskt fagfólk á sviði uppeldis- og fræðslu hafa kallað eftir því að sumarið 2021 verði helgað leik. Það sem börn þurfi mest á að halda núna sé að vera úti, leika sér við önnur börn og verja tíma með fjölskyldum sínum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi en ekki að eyða sumrinu í að læra og vinna upp glötuð námstækifæri. Börn þurfa á leik að halda, hann er nauðsynlegur fyrir andlega heilsu þeirra og er undirstaða í námi barna. Í gegnum leik takast þau á við streitu í lífi sínu, efla félagslega færni og sjálfstæði, læra að tala eigin máli og auka líkamlegt, vitsmunalegt og tilfinningalegt þrek sitt. Íslensk stjórnvöld eiga að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir. Þær þurfa að taka mið af því að hægt verði að bjóða börnum og fjölskyldum upp á áhyggjulaust og skemmtilegt sumar, með stuðningi við barnafjölskyldur. Þá þurfa fjölskyldur og aðstandendur barna að hafa í huga mikilvægi þess að gefa börnum áhyggjulaust sumar með leik í forgrunni og atvinnurekendur að veita svigrúm til að hægt sé að mæta þeim þörfum. Gleðilegt sumar! Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, foreldri í Hafnarfirði og starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Guðmundur Ari Sigurjónsson, foreldri á Seltjarnarnesi, bæjarfulltrúi og tómstunda- og félagsmálafræðingur Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi í 3. og 4. sæti.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar