Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2021 12:05 Eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall Vísir/Vilhelm Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Svæðið við eldgosið í Geldingadölum var rýmt í gær og fólki ráðlagt að halda sig í fimm hundruð metra fjarlægð eftir að kvika rigndi yfir staði þar sem áður var leyfilegt að vera á. Bjarki Kaldalóns Friis er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Svæðið var rýmt um fjögur í gær eftir að því gosefni komu frá gígnum á svæðið þar sem fólk sat. Svo verður eflaust gefið út nýtt hættukort í dag,“ segir Bjarki. Tveir jarðskjálftar voru á svæðinu í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir á Höfuðborgarsvæðinu. Um 150 eftirskjálftar hafa mælst síðan þá. Talið er að um gikkskjálfta hafi verið að ræða. „Þessir gikkskjálftar eru auðvitað spennulosun bæði austur og vestur af sjálfu gossvæðinu og ekki merki um að kvika sé að koma upp á því svæði,“ segir hann. Breytingar eru að verða á eldgosinu. „Það urðu kaflaskipti fyrir einum og hálfum sólahring þegar og nú er ný þróun í gosinu. Við fylgjumst með og svo kom sinubruni í Geldingadölum í gær eftir að kvikan rigndi yfir þurrlendi,“ segir Bjarki. Frá því eldgosið hófst hafa 7-8 gígar gosið á svæðinu en nú er aðeins einn gígur virkur. „Það er sami gígurinn sem gýs ennþá en stoppar í nokkrar mínútur inná milli. Svo byrjar að malla í pottinum og gýs 100-200 metra upp í loft í svona hálfa mínútu og svo dettur virknin niður aftur. Það er bara eins og að horfa niður í hver sem byrjar að sjóða og svo fer kvikan upp,“ segir hann. Kvöldhiminninn hefur skartað sínu fegursta síðustu daga og hafa litabrigðin verðið gríðarmörg. Bjarki segir að af hluta til megi skýra litina með mengun frá eldgosinu. „Það eru sumar gastegundir sem gefa frá sér gráan og bláan lit sem getur haft áhrif á himinninn en svo eru nokkrar gastegundir alveg litalausar,“ segir hann. Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri. Áætla má að gangan taki 3-4 klst. fram og til baka fyrir meðalvant göngufólk. Gönguleiðin er stikuð og greinileg. Hafið síma fullhlaðna. Verið með höfuðljós/vasaljós og auka rafhlöður í kvöldgöngu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira