Átta FH-ingar inn á áður en þeir skoruðu jöfnunarmarkið gegn Stjörnumönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2021 14:00 Á myndinni sjást sjö FH-ingar. Ekki sést í Phil Döhler sem var í marki FH. stöð 2 sport Of margir leikmenn FH voru inni á vellinum fyrir lokasóknina gegn Stjörnunni í Olís-deild karla á föstudaginn. Einar Örn Sindrason tryggði FH-ingum jafntefli, 30-30, með flautumarki. Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Stjörnumenn voru með boltann þegar fimm sekúndur voru eftir. Þeir voru sjö inni á vellinum eins og reglur kveða á um en FH-ingar voru með átta, sjö útileikmenn og markvörðurinn Phil Döhler. Enginn á vellinum virtist þó taka eftir þessu nema FH-ingurinn Arnar Freyr Ársælsson sem hljóp af velli rétt áður en leikurinn fór aftur í gang. Það virtist fipa Hafþór Vignisson sem átti að fá sendingu frá Pétri Árna Haukssyni. Birgir Már Birgisson stal boltanum og sendi hann fram á Einar Örn sem skoraði í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 30-30. „Annað hvort er þetta best planaða svindl sem hefur verið gert í sögu Olís-deildarinnar eða bara klaufaskapur,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Of margir FH-ingar inni á Strákarnir héldu svo áfram að velta fyrir sér hvort þetta hafi verið fyrirfram ákveðið hjá FH-ingum. „Ef þetta var planað var þetta algjör snilld. En svo spyr maður sig, ef þetta var viljandi, hverju hefur hann [Sigursteinn Arndal, þjálfari FH] að tapa, af hverju ekki að reyna þetta. Þetta er kannski ágætis taktík fyrir þjálfara að hafa í vopnabúrinu. Hvað gerist ef dómarinn fattar þetta?“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Jóhanni Gunnari fannst ótrúlegt að átta leikmenn FH hafi farið framhjá dómurum og eftirlitsmanni leiksins. „Burtséð frá þessari snilld, ef þetta var snilld, verður að tala um framkvæmdina, dómarana og eftirlitsdómarana. Það er ekki eins og þetta gerist í miklum hita. Það var leikhlé og allt rólegt,“ sagði Jóhann Gunnar. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla FH Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira