Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2021 15:31 Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu. Hlutabótaleiðin Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid. Hefjum störf Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar. Viðspyrna framundan Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu. Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust. Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru. Klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu. Hlutabótaleiðin Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid. Hefjum störf Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar. Viðspyrna framundan Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu. Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust. Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru. Klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar