Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2021 21:35 Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í Reykjavíkurhöfn í dag. Egill Aðalsteinsson Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. Út frá tölum vaktstöðvar siglinga má ætla að um tvöhundruð strandveiðisjómenn hafi byrjað veiðarnar í dag. Þeirra á meðal var Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE, sem sigldi úr Reykjavík klukkan hálfsex í morgun og kom að landi rúmum ellefu tímum síðar en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. „Ég náði skammtinum, 760 kíló,“ sagði Þorvaldur sem varð fyrstur til að landa strandveiðiafla í Reykjavík þetta sumarið. Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE er einn síðasti trillukarlinn í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Forystumenn Landssambands smábátaeigenda, formaðurinn Arthur Bogason og framkvæmdastjórinn Örn Pálsson, voru mættir á bryggjuna enda telst þetta stór dagur í þeirra geira. „Að sjálfsögðu. Það er búið að bíða í stóran hluta úr ári eftir því að þessi dagur renni upp. Og þá er náttúrlega bara gaman að lifa,“ segir Arthur. Aflinn hjá Þorvaldi var eingöngu þorskur sem hann veiddi í Faxaflóa um sautján mílur norðvestur af borginni. Um fjögurhundruð bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi en þeir verða sennilega hátt í sjöhundruð talsins í sumar. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um sextíu höfnum hringinn í kringum landið, samkvæmt tölum Fiskistofu. „Það eru umtalsvert fleiri bátar búnir að sækja um heldur en á sama tíma í fyrra. Munar alveg einum sjötíu bátum, minnir mig, eða tuttugu prósentum, eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arthur og telur bágt atvinnuástand skýra fjölgun en einnig daprar horfur í grásleppunni. Ásþór siglir að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur hve fáir stunda strandveiðarnar frá Reykjavík. „Við erum örfáir eftir, því er ver og miður,“ segir Þorvaldur. „Þeir vilja allir fara vestur, ég skil ekkert í þeim,“ segir hann. „Þetta breytir náttúrlega mestu á landsbyggðinni. Það færist líf í fjöldann allan af höfnum landsins. Því miður í Reykjavík, fyrir 35-40 árum síðan, þá voru áttatíu til níutíu trillukarlar. Hann Valdi vinur okkar, sem er að landa hérna, hann er að verða nánast sá eini. En þetta er betra úti á landi,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Reykjavík Byggðamál Tengdar fréttir Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. 4. maí 2020 22:22 Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Út frá tölum vaktstöðvar siglinga má ætla að um tvöhundruð strandveiðisjómenn hafi byrjað veiðarnar í dag. Þeirra á meðal var Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE, sem sigldi úr Reykjavík klukkan hálfsex í morgun og kom að landi rúmum ellefu tímum síðar en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. „Ég náði skammtinum, 760 kíló,“ sagði Þorvaldur sem varð fyrstur til að landa strandveiðiafla í Reykjavík þetta sumarið. Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE er einn síðasti trillukarlinn í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Forystumenn Landssambands smábátaeigenda, formaðurinn Arthur Bogason og framkvæmdastjórinn Örn Pálsson, voru mættir á bryggjuna enda telst þetta stór dagur í þeirra geira. „Að sjálfsögðu. Það er búið að bíða í stóran hluta úr ári eftir því að þessi dagur renni upp. Og þá er náttúrlega bara gaman að lifa,“ segir Arthur. Aflinn hjá Þorvaldi var eingöngu þorskur sem hann veiddi í Faxaflóa um sautján mílur norðvestur af borginni. Um fjögurhundruð bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi en þeir verða sennilega hátt í sjöhundruð talsins í sumar. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um sextíu höfnum hringinn í kringum landið, samkvæmt tölum Fiskistofu. „Það eru umtalsvert fleiri bátar búnir að sækja um heldur en á sama tíma í fyrra. Munar alveg einum sjötíu bátum, minnir mig, eða tuttugu prósentum, eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arthur og telur bágt atvinnuástand skýra fjölgun en einnig daprar horfur í grásleppunni. Ásþór siglir að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur hve fáir stunda strandveiðarnar frá Reykjavík. „Við erum örfáir eftir, því er ver og miður,“ segir Þorvaldur. „Þeir vilja allir fara vestur, ég skil ekkert í þeim,“ segir hann. „Þetta breytir náttúrlega mestu á landsbyggðinni. Það færist líf í fjöldann allan af höfnum landsins. Því miður í Reykjavík, fyrir 35-40 árum síðan, þá voru áttatíu til níutíu trillukarlar. Hann Valdi vinur okkar, sem er að landa hérna, hann er að verða nánast sá eini. En þetta er betra úti á landi,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Reykjavík Byggðamál Tengdar fréttir Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. 4. maí 2020 22:22 Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. 4. maí 2020 22:22
Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00
Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00