Messi bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 11:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Valencia með félögum sínum í Barcelona liðinu. AP/Alberto Saiz Barcelona og Atletico Madrid mætast um næstu helgi og Börsungar komast upp fyrir Atletico með sigri á Nývangi. Það er mikilvæg vika framundan fyrir Barcelona því liðið mætir Atletico Madrid um komandi helgi í einum af úrslitaleikjunum um meistaratitilinn í spænska fótboltanum í ár. Lionel Messi bryjaði undirbúninginn á því að bjóða öllum heim til sín í gær. Barcelona tapaði óvænt á móti Granada á fimmtudaginn í síðustu viku en bætti fyrir það með því að vinna 3-2 sigur á Valencia um helgina. Lionel Messi var að sjálfsögðu með tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 28 mörk í deildinni á tímabilinu. Leo Messi has invited the entire squad at his home for dinner. The Argentine's intention is to celebrate victory at Mestalla and prepare for the clash against Atlético Madrid. Via .@sport pic.twitter.com/oE1lZ0zx6G— This Is Blaugrana (@ThisIsBlaugrana) May 3, 2021 Messi hefur farið fyrir endurkomu Barcelona sem hefur minnkað þrettán stiga forskot Atletico Madrid niður í aðeins tvö stig. Liðið verður að vinna Atletico á laugardaginn ætli liðið sér titilinn. Messi ákvað að reyna að þjappa hópnum saman eftir æfingu og bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín eftir æfingu í gær en þetta kemur fram á ESPN. Messi býr í Castelldefels sem er borg við sjóinn rétt fyrir utan Barcelona. Messi bauð ekki aðeins leikmönnunum sjálfum heldur máttu þeir koma með konurnar sínar líka. Markmiðið var að efla mannskapinn og auka samheldnina með því að hittast á nýjum stað. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta óvenjulega matarboð skilar. Messi invited every team member for the dinner except Matheus Fernandes. Reason is yet unknown. pic.twitter.com/L1AHM8a1lE— ESPN FC (@ESPN_FC_) May 3, 2021 Það er enginn leikur hjá Barcelona í þessari viku eins og í vikunni á undan og þjálfarinn Ronald Koeman gaf leikmönnum frí frá æfingu í dag. Næst æfing er ekki fyrr en annað kvöld. Barcelona kemst stigi fram úr Atletico Madrid með sigri á laugardaginn en þar með er ekki öll sagan sögð. Barcelona er eins og er með jafnmörg stig og Real Madrid. Real hafði aftur á móti betur í innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni og verður því alltaf ofar endi liðin jöfn. Real Madrid þarf því líka að tapa stigum ætli Barcelona að vinna spænska meistaratitilinn í ár. Spænski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Það er mikilvæg vika framundan fyrir Barcelona því liðið mætir Atletico Madrid um komandi helgi í einum af úrslitaleikjunum um meistaratitilinn í spænska fótboltanum í ár. Lionel Messi bryjaði undirbúninginn á því að bjóða öllum heim til sín í gær. Barcelona tapaði óvænt á móti Granada á fimmtudaginn í síðustu viku en bætti fyrir það með því að vinna 3-2 sigur á Valencia um helgina. Lionel Messi var að sjálfsögðu með tvö mörk í leiknum og er þar með kominn með 28 mörk í deildinni á tímabilinu. Leo Messi has invited the entire squad at his home for dinner. The Argentine's intention is to celebrate victory at Mestalla and prepare for the clash against Atlético Madrid. Via .@sport pic.twitter.com/oE1lZ0zx6G— This Is Blaugrana (@ThisIsBlaugrana) May 3, 2021 Messi hefur farið fyrir endurkomu Barcelona sem hefur minnkað þrettán stiga forskot Atletico Madrid niður í aðeins tvö stig. Liðið verður að vinna Atletico á laugardaginn ætli liðið sér titilinn. Messi ákvað að reyna að þjappa hópnum saman eftir æfingu og bauð öllu Barcelona liðinu í mat heim til sín eftir æfingu í gær en þetta kemur fram á ESPN. Messi býr í Castelldefels sem er borg við sjóinn rétt fyrir utan Barcelona. Messi bauð ekki aðeins leikmönnunum sjálfum heldur máttu þeir koma með konurnar sínar líka. Markmiðið var að efla mannskapinn og auka samheldnina með því að hittast á nýjum stað. Það verður fróðlegt að sjá hverju þetta óvenjulega matarboð skilar. Messi invited every team member for the dinner except Matheus Fernandes. Reason is yet unknown. pic.twitter.com/L1AHM8a1lE— ESPN FC (@ESPN_FC_) May 3, 2021 Það er enginn leikur hjá Barcelona í þessari viku eins og í vikunni á undan og þjálfarinn Ronald Koeman gaf leikmönnum frí frá æfingu í dag. Næst æfing er ekki fyrr en annað kvöld. Barcelona kemst stigi fram úr Atletico Madrid með sigri á laugardaginn en þar með er ekki öll sagan sögð. Barcelona er eins og er með jafnmörg stig og Real Madrid. Real hafði aftur á móti betur í innbyrðis leikjum liðanna á leiktíðinni og verður því alltaf ofar endi liðin jöfn. Real Madrid þarf því líka að tapa stigum ætli Barcelona að vinna spænska meistaratitilinn í ár.
Spænski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira