„Að gefnu tilefni viljum við biðja þá sem koma á bílum að nýta þau bílastæði sem eru fyrir í dalnum í stað þess að leggja ólöglega út um allar trissur,“ segir í færslu lögreglunnar.
Það séu um 1700 bílastæði í boði svo það eigi allir að geta fundið stæði.
„Höldum í gleðina og leggjum löglega. Stutt rölt frá bílastæði að höllinni í þessari blíðu sem spáð er út vikuna er bara hressandi fyrir sprautuna langþráðu,“ segir í færslunni.
Í dag og út vikuna verða stórir bólusetningardagar í Laugardalshöllinni. Þar stendur til að bólusetja fleiri þúsund...
Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, May 4, 2021