Belgískur bóndi færði landamærin að Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 12:52 Bóndinn er talinn hafa verið þreyttur á því að landamærasteinn frá 1819 væri fyrir dráttarvélinni hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Landamæri Belgíu og Frakklands sem voru mörkuð á fyrri hluta 19. aldar voru færð um rúmlega tvo metra nýlega. Belgískur bóndi sem var þreyttur á að steinn sem varðaði landamærin flæktist fyrir dráttarvélinni hans færði hann og stækkaði þannig heimaland sitt örlítið á kostnað Frakklands. Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819. Belgía Frakkland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819.
Belgía Frakkland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira