Belgískur bóndi færði landamærin að Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 12:52 Bóndinn er talinn hafa verið þreyttur á því að landamærasteinn frá 1819 væri fyrir dráttarvélinni hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Landamæri Belgíu og Frakklands sem voru mörkuð á fyrri hluta 19. aldar voru færð um rúmlega tvo metra nýlega. Belgískur bóndi sem var þreyttur á að steinn sem varðaði landamærin flæktist fyrir dráttarvélinni hans færði hann og stækkaði þannig heimaland sitt örlítið á kostnað Frakklands. Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819. Belgía Frakkland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira
Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819.
Belgía Frakkland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira