Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira