Seinni bylgjan: Sérstakt að hann hafi verið settur á bekkinn eftir síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 11:31 Martin Nagy hefur verið flottur í marki Vals í síðustu leikjum. Vísir/Vilhelm Af hverju byrjaði Martin Nagy á bekknum eftir hafa verið stórkostlegur á móti Fram? Seinni bylgjan velti fyrir sér markmannstöðunni hjá Val í Olís deild karla í handbolta. Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira