Þetta kemur fram á covid.is.
Alls hafa 6.491 greinst með Covid-19 innanlands frá 28. febrúar 2020 og 48.356 lokið sóttkví.
Einn greindist með virkt smit í fyrri skimun á landamærunum í gær. Þá var einn með mótefni en beðið er mótefnamælingar hjá tveimur.
Samkvæmt tölum sem uppfærðar voru á síðunni í morgun eru 42.301 fullbólusettir og 73.146 hafa fengið fyrri skammt. Í dag verða sex þúsund manns bólusettir með bóluefninu frá Janssen og bætast þeir samstundis í hóp fullbólusettra, þar sem aðeins einn skammt þarf af efninu.