Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 11:31 Bólusett verður með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sem verða sprautaðir. vísir/Vilhelm Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira