Möguleiki á þriðja enska úrslitaleiknum í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:15 Christian Pulisic skoraði mark Chelsea í fyrri leiknum gegn Real Madrid. Það gæti reynst gulls ígildi í kvöld. getty/Gonzalo Arroyo Það kemur í ljós í kvöld hvort Real Madrid kemst í sautjánda sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eða Chelsea mæti Manchester City í enskum úrslitaleik á Atatürk leikvanginum í Istanbúl 29. maí. Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira