Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 13:33 Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnar Madridar, og Pablo Casado, leiðtogi Lýðflokksins, fagna saman sigri í kosningunum í gærkvöldi. Vísir/EPA Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig. Þegar 99,9% atkvæða höfðu verið talin í dag hafði Lýðflokkur Isabelu Díaz Ayuso unnið 65 sæti á héraðsþinginu og þannig tvöfaldað þingstyrk sinn frá því í kosningunum árið 2019. Flokkurinn náði þó ekki meirihluta þingsæta. Vox, hægriöfgaflokkur sem hefur vaxið ásmegin víða á Spáni undanfarin ár, virðist bæta við sig einu þingsæti og hljóta um níu prósent atkvæða. Saman gætu flokkarnir myndað meirihluta en það yrði þó á skjön við stefnu Pablo Casado, leiðtoga Lýðflokksins, um að fjarlægja sig harðlínustefnu Vox. Díaz Ayuso boðaði snemma til kosninga eftir að slitnaði upp úr samstarfi Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna. Vox varði þá stjórn falli. Borgararnir guldu afhroð og unnu ekki eitt einasta sæti á héraðsþinginu. Þeir hafa verið með 26 sæti frá 2019. Vinstriflokkarnir eru ekki í stöðu til að mynda stjórn. Sósíalistaflokkur Pedros Sánchez forsætisráðherra tapaði stórt, fer úr 37 þingsætum í 24. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, hlaut aðeins um 7,2 atkvæða og tíu þingsæti en Pablo Iglesias, leiðtogi flokksins, sagði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn til að bjóða sig fram til forseta héraðsstjórnarinnar. Iglesias tilkynnti að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir ósigurinn. Útilokar ekki aðkomu Vox að héraðsstjórninni Madridar-svæðið hefur verið eitt helsta vígi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, um áratugaskeið. Flokkurinn hefur stýrt héraðinu undanfarin 26 ár. Sigurinn nú er sagður gefa flokknum byr í seglin fyrir þingkosningar árið 2023 þar sem hann stefnir á að fella minnahlutastjórn sósíalista og vinstrimanna. „Lýðflokkurinn er tilbúinn í þingkosningar. Þetta er upphaf endaloka Pedros Sánchez. Stóri taparinn var Pedro Sánchez,“ segir Pablo Montesinos, þingmaður Lýðflokksins um úrslitin. Ekki liggur þó enn fyrir hvernig héraðsstjórninni í Madrid verður háttað eftir kosningarnar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að flokkur hennar ætli að verja stjórn Lýðflokksins falli eða krefjast þess að fá aðild að stjórninni. Í útvarpsviðtölum í morgun útilokaði Díaz Ayuso ekki þann möguleika að fulltrúar Vox tækju sæti í héraðsstjórninni. Kjörsókn var óvenjumikil í gær þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var rúm 76 prósent, ellefu stigum hærri en árið 2019. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir voru á meðal helstu málanna í kosningabaráttunni en Díaz Ayuso vann sér stuðning marga veitingahúsa- og fyrirtækjaeigenda með því að leyfa ýmis konar starfsemi sem stöðvaðist annars staðar í faraldrinum. Þungt var yfir Pablo Iglesias, leiðtoga Sameinaðar getum við, eftir ósigur vinstriflokkanna í Madrid. Hann sagði af sér sem ráðherra til að bjóða sig fram til héraðsstjórnarinnar. Eftir að úrslitin urðu ljós í gær sagðist hann ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum.Vísir/EPA Ólíklegt að stjórnin riði til falls Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur Sánchez forsætisráðherra hafi fengið sína verstu útkomu í Madrid frá endurreisn lýðræðis á 8. áratug síðustu aldar telja stjórnmálaskýrendur afar ósennilegt að úrslitin felli minnihlutastjórn hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lýðflokkurinn hefur ekki nógu mörg þingsæti á landsþinginu til þess að koma í gegn vantrausti á stjórnina og Sánchez hefur lítinn hvata til að boða snemma til kosningar eftir afhroðið á höfuðborgarsvæðinu. Ört hefur verið kosið til spænska þingsins á undanförnum árum. Risavaxið spillingarmál Lýðflokksins og harðar deilur um sjálfstæðisbaráttu Katalóna ofan á viðvarandi bágborið efnahagsástand eftir efnahagskreppuna árið 2008 hefur valdið pólitískum óstöðugleika og stjórnarkreppu. Eftir að stjórn Lýðflokksins hrökklaðist frá völdum árið 2018 mynduðu sósíalistar minnihlutastjórn. Ekki tókst að mynda nýja ríkisstjórn eftir tvennar kosningar í framhaldinu en eftir þær þriðju púsluðu sósíalistar og Sameinaðar getum við saman minnihlutastjórninni sem hefur verið við völd frá því í janúar í fyrra. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. 4. maí 2021 11:13 Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Þegar 99,9% atkvæða höfðu verið talin í dag hafði Lýðflokkur Isabelu Díaz Ayuso unnið 65 sæti á héraðsþinginu og þannig tvöfaldað þingstyrk sinn frá því í kosningunum árið 2019. Flokkurinn náði þó ekki meirihluta þingsæta. Vox, hægriöfgaflokkur sem hefur vaxið ásmegin víða á Spáni undanfarin ár, virðist bæta við sig einu þingsæti og hljóta um níu prósent atkvæða. Saman gætu flokkarnir myndað meirihluta en það yrði þó á skjön við stefnu Pablo Casado, leiðtoga Lýðflokksins, um að fjarlægja sig harðlínustefnu Vox. Díaz Ayuso boðaði snemma til kosninga eftir að slitnaði upp úr samstarfi Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna. Vox varði þá stjórn falli. Borgararnir guldu afhroð og unnu ekki eitt einasta sæti á héraðsþinginu. Þeir hafa verið með 26 sæti frá 2019. Vinstriflokkarnir eru ekki í stöðu til að mynda stjórn. Sósíalistaflokkur Pedros Sánchez forsætisráðherra tapaði stórt, fer úr 37 þingsætum í 24. Sameinaðar getum við, samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, hlaut aðeins um 7,2 atkvæða og tíu þingsæti en Pablo Iglesias, leiðtogi flokksins, sagði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn til að bjóða sig fram til forseta héraðsstjórnarinnar. Iglesias tilkynnti að hann ætlaði að hætta afskiptum af stjórnmálum eftir ósigurinn. Útilokar ekki aðkomu Vox að héraðsstjórninni Madridar-svæðið hefur verið eitt helsta vígi Lýðflokksins, stærsta hægriflokks Spánar, um áratugaskeið. Flokkurinn hefur stýrt héraðinu undanfarin 26 ár. Sigurinn nú er sagður gefa flokknum byr í seglin fyrir þingkosningar árið 2023 þar sem hann stefnir á að fella minnahlutastjórn sósíalista og vinstrimanna. „Lýðflokkurinn er tilbúinn í þingkosningar. Þetta er upphaf endaloka Pedros Sánchez. Stóri taparinn var Pedro Sánchez,“ segir Pablo Montesinos, þingmaður Lýðflokksins um úrslitin. Ekki liggur þó enn fyrir hvernig héraðsstjórninni í Madrid verður háttað eftir kosningarnar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox, hefur ekki tekið af tvímæli um hvort að flokkur hennar ætli að verja stjórn Lýðflokksins falli eða krefjast þess að fá aðild að stjórninni. Í útvarpsviðtölum í morgun útilokaði Díaz Ayuso ekki þann möguleika að fulltrúar Vox tækju sæti í héraðsstjórninni. Kjörsókn var óvenjumikil í gær þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldursins. Hún var rúm 76 prósent, ellefu stigum hærri en árið 2019. Faraldurinn og sóttvarnaaðgerðir voru á meðal helstu málanna í kosningabaráttunni en Díaz Ayuso vann sér stuðning marga veitingahúsa- og fyrirtækjaeigenda með því að leyfa ýmis konar starfsemi sem stöðvaðist annars staðar í faraldrinum. Þungt var yfir Pablo Iglesias, leiðtoga Sameinaðar getum við, eftir ósigur vinstriflokkanna í Madrid. Hann sagði af sér sem ráðherra til að bjóða sig fram til héraðsstjórnarinnar. Eftir að úrslitin urðu ljós í gær sagðist hann ætla að hætta afskiptum af stjórnmálum.Vísir/EPA Ólíklegt að stjórnin riði til falls Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkur Sánchez forsætisráðherra hafi fengið sína verstu útkomu í Madrid frá endurreisn lýðræðis á 8. áratug síðustu aldar telja stjórnmálaskýrendur afar ósennilegt að úrslitin felli minnihlutastjórn hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lýðflokkurinn hefur ekki nógu mörg þingsæti á landsþinginu til þess að koma í gegn vantrausti á stjórnina og Sánchez hefur lítinn hvata til að boða snemma til kosningar eftir afhroðið á höfuðborgarsvæðinu. Ört hefur verið kosið til spænska þingsins á undanförnum árum. Risavaxið spillingarmál Lýðflokksins og harðar deilur um sjálfstæðisbaráttu Katalóna ofan á viðvarandi bágborið efnahagsástand eftir efnahagskreppuna árið 2008 hefur valdið pólitískum óstöðugleika og stjórnarkreppu. Eftir að stjórn Lýðflokksins hrökklaðist frá völdum árið 2018 mynduðu sósíalistar minnihlutastjórn. Ekki tókst að mynda nýja ríkisstjórn eftir tvennar kosningar í framhaldinu en eftir þær þriðju púsluðu sósíalistar og Sameinaðar getum við saman minnihlutastjórninni sem hefur verið við völd frá því í janúar í fyrra.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. 4. maí 2021 11:13 Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Sjá meira
Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. 4. maí 2021 11:13
Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent