Handbolti

Ný útgáfa á Kairó hjá Selfyssingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hergeir Grímsson og Atli Ævar Ingólfsson voru ekki alveg á sömu bylgjulengd.
Hergeir Grímsson og Atli Ævar Ingólfsson voru ekki alveg á sömu bylgjulengd. stöð 2 sport

Ýmissa grasa kenndi í Hvað ertu að gera maður?! liðnum í Seinni bylgjunni í gær.

Í Hvað ertu að gera maður?! er farið yfir spaugilegu hliðarnar á handboltanum og skemmtileg atvik úr umferðinni sem til umfjöllunar er tekin saman.

Að þessu sinni var af nógu að taka. Mikið var um ónákvæmar sendingar og Þórsarinn Aðalsteinn Ernir Bergþórsson rann á ritaraborðið í Safamýrinni.

Þá tóku Selfyssingar nýstárlega útfærslu á Kairó leikkerfinu sívinsæla í leiknum gegn Valsmönnum í Hleðsluhöllinni.

Hvað ertu að gera maður?! má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×