Biden styður að fella niður einkaleyfi á bóluefnum Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 20:34 Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni tilkynnti ákvörðun ríkisstjórnar Bidens í kvöld. AP/Sarah Silbiger Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að styðja viðleitni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að fella niður einkaleyfi á bóluefnum gegn Covid-19. Markmiðið er að gera öðrum ríkjum kleift að framleiða meira af bóluefnum og hraða bólusetningum á heimsvísu. Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tilkynnti þessa ákvörðun í kvöld. Undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður innan veggja stofnunarinnar um það að fella niður viðskiptareglur til að auka framleiðslu bóluefna. Í tilkynningunni segir hún að frekari viðræður þurfi að eiga sér stað og þær gæti tekið einhvern tíma, áður en önnur ríki geti farið að framleiða bóluefnin. Viðræðurnar hafa snúist um að fella tímabundið niður einkaleyfi á bóluefnum svo hægt væri að framleiða meira af þeim á heimsvísu. AP fréttaveitan segir að til standi að funda aftur um málið í byrjun júní. Tai sagði faraldur Covid-19 vera hnattrænt neyðarástand og það fordæmalausa ástand sem hefði myndast í heiminum, kallaði á fordæmalausar aðgerðir. These extraordinary times and circumstances of call for extraordinary measures. The US supports the waiver of IP protections on COVID-19 vaccines to help end the pandemic and we ll actively participate in @WTO negotiations to make that happen. pic.twitter.com/96ERlboZS8— Ambassador Katherine Tai (@AmbassadorTai) May 5, 2021 Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum eru Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur meðal annars bent á að tólin til tímabundinnar niðurfellingar eru í verkfærakistu WTO og ekki sé betri tími til að beita þeim tólum en nú. Gegn heimsfaraldri sem hafi leitt til minnst 3,2 milljóna dauðsfalla og smitað 437 milljónir manna. Leiðtogar rúmlega hundrað ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir. Andstæðingar þeirra segja málið flóknara en fólk átti sig á. Framleiðsla bóluefna sé flókin og hún aukist ekki af sjálfu sér við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum. Þá óttast þeir að aðgerðirnar muni koma niður á nýsköpun í framtíðinni. Bandaríkin Bólusetningar Joe Biden Tengdar fréttir Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45 Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46 Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tilkynnti þessa ákvörðun í kvöld. Undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður innan veggja stofnunarinnar um það að fella niður viðskiptareglur til að auka framleiðslu bóluefna. Í tilkynningunni segir hún að frekari viðræður þurfi að eiga sér stað og þær gæti tekið einhvern tíma, áður en önnur ríki geti farið að framleiða bóluefnin. Viðræðurnar hafa snúist um að fella tímabundið niður einkaleyfi á bóluefnum svo hægt væri að framleiða meira af þeim á heimsvísu. AP fréttaveitan segir að til standi að funda aftur um málið í byrjun júní. Tai sagði faraldur Covid-19 vera hnattrænt neyðarástand og það fordæmalausa ástand sem hefði myndast í heiminum, kallaði á fordæmalausar aðgerðir. These extraordinary times and circumstances of call for extraordinary measures. The US supports the waiver of IP protections on COVID-19 vaccines to help end the pandemic and we ll actively participate in @WTO negotiations to make that happen. pic.twitter.com/96ERlboZS8— Ambassador Katherine Tai (@AmbassadorTai) May 5, 2021 Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum eru Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur meðal annars bent á að tólin til tímabundinnar niðurfellingar eru í verkfærakistu WTO og ekki sé betri tími til að beita þeim tólum en nú. Gegn heimsfaraldri sem hafi leitt til minnst 3,2 milljóna dauðsfalla og smitað 437 milljónir manna. Leiðtogar rúmlega hundrað ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir. Andstæðingar þeirra segja málið flóknara en fólk átti sig á. Framleiðsla bóluefna sé flókin og hún aukist ekki af sjálfu sér við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum. Þá óttast þeir að aðgerðirnar muni koma niður á nýsköpun í framtíðinni.
Bandaríkin Bólusetningar Joe Biden Tengdar fréttir Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45 Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46 Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45
Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46
Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01
Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57