Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 06:47 Hafa ber í huga að þær tölur sem birtar eru á vef Lyfjastofnunar snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun. Heildarfjöldi tilkynninga telja nú 873. Vísir/Vilhelm Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira