Afkoma þriggja banka 24 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:50 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Vísir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa nú allir skilað uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Samanlagður hagnaður þeirra er 17,2 milljarðar króna samanborið við sjö milljarða tap á sama tíma í fyrra. Landsbankinn skilar mestum hagnaði eða 7,6 milljörðum, Arion banki 6 milljörðum og Íslandsbanki 3,6 milljörðum króna. Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag. Þar kemur fram að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi 7,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,6 milljarða króna tap á sama tíma fyrir ári. Þjónustutekjur hafi aukist á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna meiri umsvifa en vaxtamunur minnkað. Þá hafi hagkvæmni í rekstri haldið áfram að aukast. Spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafninu valdi því að virðisbreytingar útlána séu jákvæðar um 2,5 milljarða króna. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er um 38%. Jákvæðar virðisbreytingar á fjórðungnum megi rekja til þess að efnahagssamdráttur árið 2020 reyndist minni en útlit var fyrir og horfur séu á jákvæðum viðsnúningi á árinu 2021. Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var í mars var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankinn er í 98% eigu ríkisins og starfsmenn eiga um 2% hlut. Íslandsbanki skilaði uppgjöri fyrir ársfjórðunginn í gær. Íslandsbanki hagnaðist á tímabilinu um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. Birna Einarsdóttir sagði við það tækifæri að stefnt sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði í júní. Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þegar bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. Eiginfjárhlutfall var 26,9 prósent í lok mars. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 14,8 milljörðum króna. Alls högnuðust bankarnir þrír því um 17,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sjö milljarða tap í fyrra. Heildarafkoma bankanna er því 24 milljörðum betri nú en í fyrra. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag. Þar kemur fram að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi 7,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,6 milljarða króna tap á sama tíma fyrir ári. Þjónustutekjur hafi aukist á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna meiri umsvifa en vaxtamunur minnkað. Þá hafi hagkvæmni í rekstri haldið áfram að aukast. Spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafninu valdi því að virðisbreytingar útlána séu jákvæðar um 2,5 milljarða króna. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er um 38%. Jákvæðar virðisbreytingar á fjórðungnum megi rekja til þess að efnahagssamdráttur árið 2020 reyndist minni en útlit var fyrir og horfur séu á jákvæðum viðsnúningi á árinu 2021. Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var í mars var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankinn er í 98% eigu ríkisins og starfsmenn eiga um 2% hlut. Íslandsbanki skilaði uppgjöri fyrir ársfjórðunginn í gær. Íslandsbanki hagnaðist á tímabilinu um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. Birna Einarsdóttir sagði við það tækifæri að stefnt sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði í júní. Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þegar bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. Eiginfjárhlutfall var 26,9 prósent í lok mars. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 14,8 milljörðum króna. Alls högnuðust bankarnir þrír því um 17,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sjö milljarða tap í fyrra. Heildarafkoma bankanna er því 24 milljörðum betri nú en í fyrra.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10
Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38