Borgin að baki heimsfaraldurs Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 7. maí 2021 07:30 Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skipulag Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Í nýlegum pistli í New York Times rifjar Krugman upp svipaða umræðu um dauða bókarinnar og bókabúða frá síðasta áratug þegar rafbókaformið var að ryðja sér til rúms. Nú mörgum árum síðar lifir bókin góðu lífi og sölutölur sýna svart á hvítu að rafbókasala er aðeins brot af heildarsölu bóka á heimsvísu. Ljóst er að fólk vill ennþá handleika bækur og lesa texta af blaði frekar en skjá þrátt fyrir öra tækniþróun og sífellt fullkomnari spjaldtölvur og snjallsíma. Á sama tíma hefur hinsvegar bóksalan sjálf tekið miklum breytingum, stórar bókabúðarkeðjur hafa skroppið saman og jafnvel endað í gjaldþroti á meðan Amazon og aðrir vefrisar tröllríða markaðnum með algrímið að vopni og straumlínulagaðar heimsendingar. Hagræðið af því að panta bók af netinu og fá hana senda upp að dyrum á næstu 24 klukkustundum er óumdeilanlegt en vekur jafnframt upp spurningar um afhverju lesandinn vill þá ekki frekar hlaða bókinni niður á 24 sekúndum í stað þess að bíða eftir bókinni sjálfri yfir höfuð? Ofan á þetta allt saman bendir síðan margt til þess að sjálfstæðar bókabúðir lifi enn góðu lífi þrátt fyrir tilkomu tæknirisanna og fall stóru keðjanna. Krugman, líkt og fleiri veltir fyrir sér hvað veldur þessari þróun sem um margt virðist einkennast af talsverðum þversögnum. Sjálfur telur hann svarið felast í forvitni mannsins til að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Hver kannast ekki við að slysast inn í litla og heillandi bókabúð og enda á að kaupa bók sem einhvern veginn kallaði á mann þrátt fyrir að maður hefði aldrei heyrt hennar eða höfundar hennar getið áður? Það er eitthvað sjarmerandi og ævinlega spennandi við að finna eitthvað sem maður var ekki að leita að. Nú þegar margir spá endalokum fjölmennra vinnustaða og og iðandi stórborga er ekki úr vegi að leiða hugann að dómsdagsspám fyrri tíma. Á endanum virðist mannlegt eðli hafa vinninginn, allt þetta órökrétta og óáþreifanlega sem gerir okkur að manneskjum sem sækja í upplifanir, samveru og allskyns áreiti og örvun sem tölvuskjáir og tæknilausnir koma aldrei í staðinn fyrir. Við munum sjá þetta ljóslifandi um leið og veisluhald verður leyft á ný. Einhvern veginn, þrátt fyrir ólíkar aðstæður og húsakynni, er alltaf besta stemningin í eldhúsinu jafnvel þótt þar séu mestu þrengslin, háværasta og skoðanaglaðasta fólkið sem allt virðist við það að leysa lífsgátuna fyrir alla aðra en sjálfa sig. Galdurinn verður til við návígið sem fangar fjölbreytileikann og dregur fram ný sjónarhorn sem erfitt er að horfa framhjá þegar mute takkinn er ekki við höndina. Höfundur er skipulagsfræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun