Viðar Örn Kjartansson lék í fremstu víglínu Valerenga og spilaði allan leikinn. Það sama gerði Hólmar Örn Eyjólfsson í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg.
Valerenga komst í forystu eftir 39 mínútna leik þegar Even Hovland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Rosenborg voru fljótir því Kristoffer Zachariassen jafnaði áður en flautað var til leikhlés.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og skildu liðin því jöfn, 1-1.