Sjáðu VAR-dóminn sem gerði Zidane svo reiðan og alla dramatíkina hjá Real Madrid og Sevilla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. maí 2021 16:00 Toni Kroos og Zinedine Zidane krefjast svara frá dómaranum eftir leik Real Madrid og Sevilla. getty/Burak Akbulut Myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu í stórleik Real Madrid og Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Mikil spenna er á toppi spænsku deildarinnar. Atlético Madrid er á toppnum með 77 stig en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir með 75 stig. Sevilla er svo með 71 stig en ef liðið hefði unnið í gær, sem allt stefndi í, væri það enn með í titilbaráttunni. Á 13. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Níu mínútum síðar kom Fernando Sevilla í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Á 67. mínútu jafnaði varamaðurinn Marco Asensio fyrir Real Madrid eftir sendingu frá Toni Kroos. Sjö mínútum síðar upphófst svo ótrúleg atburðarrás. Eftir hornspyrnu gestanna geystust heimamenn í skyndisókn, Benzema slapp í gegn og Bono, markvörður Sevilla, braut á honum. Dómarinn Juan Martínez Munuera benti á vítapunktinn. Eftir skoðun á myndbandi var dómurinn dreginn til baka og þess í stað dæmt víti á Eder Militao, varnarmann Real Madrid, fyrir hendi í hornspyrnunni rétt áður en Benzema slapp í gegn. Ivan Rakitic tók vítaspyrnuna, skoraði af öryggi og kom Sevilla í 1-2. Allt benti til þess að það yrði sigurmarkið en á fjórðu mínútu í uppbótartíma átti Kroos skot sem fór af Eden Hazard og í netið. Lokatölur 2-2. Mörkin og umdeildu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid 2-2 Sevilla Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var saltvondur eftir leik og sagðist hvorki skilja upp né niður í VAR. Hann vildi fá víti fyrr í leiknum þegar Sevilla-maðurinn Joan Jordan fékk boltann í höndina. „Ég er mjög reiður. Þú verður að skýra reglurnar um hendi út fyrir mér. Ég ræddi við dómarann og óskaði eftir útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt ekki. Venjulega tala ég ekki um dómara en þetta var ekki gott,“ sagði Zidane. Með sigri í gær hefði Real Madrid komist á topp spænsku deildarinnar. Liðið þarf hins vegar núna að treysta á að Atlético Madrid misstígi sig til að verja Spánarmeistaratitilinn. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Mikil spenna er á toppi spænsku deildarinnar. Atlético Madrid er á toppnum með 77 stig en Real Madrid og Barcelona koma þar á eftir með 75 stig. Sevilla er svo með 71 stig en ef liðið hefði unnið í gær, sem allt stefndi í, væri það enn með í titilbaráttunni. Á 13. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Níu mínútum síðar kom Fernando Sevilla í 0-1 sem voru hálfleikstölur. Á 67. mínútu jafnaði varamaðurinn Marco Asensio fyrir Real Madrid eftir sendingu frá Toni Kroos. Sjö mínútum síðar upphófst svo ótrúleg atburðarrás. Eftir hornspyrnu gestanna geystust heimamenn í skyndisókn, Benzema slapp í gegn og Bono, markvörður Sevilla, braut á honum. Dómarinn Juan Martínez Munuera benti á vítapunktinn. Eftir skoðun á myndbandi var dómurinn dreginn til baka og þess í stað dæmt víti á Eder Militao, varnarmann Real Madrid, fyrir hendi í hornspyrnunni rétt áður en Benzema slapp í gegn. Ivan Rakitic tók vítaspyrnuna, skoraði af öryggi og kom Sevilla í 1-2. Allt benti til þess að það yrði sigurmarkið en á fjórðu mínútu í uppbótartíma átti Kroos skot sem fór af Eden Hazard og í netið. Lokatölur 2-2. Mörkin og umdeildu atvikin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Real Madrid 2-2 Sevilla Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, var saltvondur eftir leik og sagðist hvorki skilja upp né niður í VAR. Hann vildi fá víti fyrr í leiknum þegar Sevilla-maðurinn Joan Jordan fékk boltann í höndina. „Ég er mjög reiður. Þú verður að skýra reglurnar um hendi út fyrir mér. Ég ræddi við dómarann og óskaði eftir útskýringu. Hann sagði að þetta væri hendi á Militao en hitt ekki. Venjulega tala ég ekki um dómara en þetta var ekki gott,“ sagði Zidane. Með sigri í gær hefði Real Madrid komist á topp spænsku deildarinnar. Liðið þarf hins vegar núna að treysta á að Atlético Madrid misstígi sig til að verja Spánarmeistaratitilinn. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi á lokasekúndunum Liðin í 3. og 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Madrid og Sevilla skildu jöfn eftir fjörugan leik í spænsku höfuðborginni í kvöld. Góð úrslit fyrir topplið Atletico Madrid. 9. maí 2021 21:00