„Á ekki von á því að vera áfram í Njarðvík“ Atli Arason skrifar 10. maí 2021 22:25 Einar er líklega að hætta með Njarðvík. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur býst ekki við því að vera áfram þjálfari Njarðvíkur á næsta tímabili. „Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins. UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
„Ég á ekki von á því. Samningur minn er búinn og ég fer bara núna á morgun að huga að því að skoða mína möguleika. Mér finnst samt það [að vera áfram þjálfari Njarðvíkur] ólíklegt miðað við stöðu mála. Ég á síður von á því,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar hefur verið þjálfari Njarðvíkur síðustu þrjú tímabil. Njarðvík var um tíma að horfa til þess að geta mögulega fallið úr efstu deild eftir 50 ára samfellda veru í deildinni. „Ég er hrikalega stoltur af þessum strákum. Það eru einhverjir tíu dagar síðan við vorum í tólfta sæti. Án þess að kasta rýrð á nokkurt annað félag þá er það erfiðara fyrir Njarðvíkinga að vera í tólfta sæti en það er fyrir all flesta aðra. Við gerum okkur alveg grein fyrir kröfunum, væntingunum, sögunni, hefðinni og öllu því. Í ljósi þeirrar stöðu, í ljósi þess að þegar það virkilega á móti blés þá var sótt fast að okkur og ég er hrikalega stoltur af þessum 17 manna teymi sem er hérna. Það er búið að standa þétt saman í gegnum mikinn brotsjó. Að standa uppi eftir þetta mót með þessa þrjá sterku sigra, vinna fjóra leiki af þessum síðustu sex. Ég ætla bara að vera stoltur af strákunum fyrir það,“ bætti Einar við. „Vonbrigðin eru gríðarleg. Auðvitað er það markmið hjá klúbbnum að fara í úrslitakeppni, enginn spurning. Við verðum eflaust fram eftir sumri að svekkja okkur á því. Það má spyrja sig af því af hverju þetta lið sem spilaði svo frábærlega í síðustu leikjum hafi ekki gert það alltaf en það er margt sem spilar þar inn í. Við vorum með lykilmenn í meiðslum sem að voru líka kannski ekki upp á sitt besta á köflum. Auðvitað finna menn líka pressuna. Ég ætla að leyfa mér að hrósa mínu uppeldisfélagi, við erum stórt vörumerki í íslenskum körfubolta ekkert ólíkt því sem Liverpool og Manchester United er í enskum fótbolta. Það er fullt af fólki sem hlakkar yfir því að okkur gengur ekki vel. Menn fundu það alveg, það voru ekki allir með okkur. Þess vegna er ég bara stoltur af strákunum, það er hægt að týna það til að einn sigur hefði dugað okkur inn í úrslitakeppnina og já við munum svekkja okkur á því. Það voru held ég átta leikir sem við töpuðum með 5 stigum eða minna í vetur. Það er svekkjandi að hugsa til þess í dag en ég ætla að leyfa mér í kvöld að vera stoltur af strákunum og gleðjast með þeim yfir því að hafa þó klárað sín þrjú verkefni og sett allavegana örlögin í okkar hendur,“ sagði hrærður Einar Árni Jóhannsson í viðtali eftir 15 stiga sigur Njarðvíkur á Þór Þorlákshöfn í lokaleik tímabilsins.
UMF Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli