Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 23:07 Sprenging á Gasa í kjölfar loftárása Ísraelshers á svæðið. AP/Adel Hana Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust. Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur tölu látinna eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Árásirnar eru sagðar svar ísraelskra stjórnvalda við loftskeytum sem skotið var frá Gasa í átt að Jerúsalem. Ísraelsher skaut einhver skeytanna niður, en engin þeirra eru talin hafa náð að valda miklu tjóni. Harka hefur færst í átök milli Ísraels og Palestínu síðustu daga vegna áforma ísraelskra stjórnvalda um að hrekja palestínskt fólk burt úr hverfi í austurhluta Jerúsalem, þar sem landtökufólk hefur gert sig heimakomið. Átökin fóru stigvaxandi í dag, þar sem Ísrael fagnaði í dag svokölluðum „Jerúsalemdegi,“ þar sem þess er minnst þegar Ísrael náði stjórn yfir austurhluta Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Fyrr í dag mótmæltu Palestínumenn við al-Aqsa moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem. Mótmælin sneru að áðurnefndum fyrirætlunum Ísraela um að bola fólki úr hluta borgarinnar. Yfir þrjú hundruð mótmælendur særðust í átökum við ísraelsku lögregluna. Ísrael heitir hefndum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að með loftskeytaárásunum hafi Hamas-samtökin, sem fara með vald á Gasa-svæðinu, farið „yfir rauða línu“ og búast megi við því að Ísrael svari með „miklum mætti.“ Þá hefur BBC eftir háttsettum embættismanni innan Ísraelshers að minnst þrír vígamenn Hamas hafi dáið í loftárásunum. „Við erum byrjuð, ég endurtek, byrjuð, að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum á Gasa.“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að stríðandi fylkingar haldi sig til hlés. Hann beindi orðum sínum þó sérstaklega til Hamas-liða og sagði þá verða að hætta loftskeytaárásum sínum tafarlaust.
Ísrael Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07