Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 10:20 Reykvíkingar hafa notið góðs veðurs undanfarna daga og virðist orðið langþreytt á sóttvarnareglum að mati veitingamanna. Vísir/Vilhelm Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Bragi Skaftason, veitingamaður, segist feginn nýjum sóttvarnareglum sem tóku gildi í gær. Nú mega fimmtíu koma saman og veitingastaðir mega taka við gestum til klukkan tíu á kvöldin en gestir mega sitja klukkutíma lengur inni á stöðunum. „Ég er bara ánægður með það að hafa opið aðeins lengur. Klukkutími gerir heilan helling fyrir okkur og þetta er búinn að vera mjög erfiður vetur. Við erum svo sem búin að vera í ágætis standi en þetta er búið að vera mjög þungt,“ segir Bragi. Bragi Skaftason, veitingamaður, segir fólk bersýnilega orðið langþreytt á ástandinu.Stöð 2 Hann segir marga veitingamenn hafa kvartað sáran undan ástandinu og góð ástæða sé fyrir því. Nú sé hins vegar farið að rofa til og segist Bragi þakklátur fyrir hverja stund sem hann fái að hafa opið aukalega. „Ég sé það alveg að það er mjög mikið af mjög vönduðu fólki í veitingageiranum og við erum að reyna að gera þetta allt afskaplega vel. Við erum búin að taka þátt alveg frá upphafi en mér sýnist á öllu að almenningur allur sé orðinn býsna langþreyttur á þessu og byrjaður að gera dálitlar tilhliðranir sín á milli á reglunum. Fólk er orðið þreytt á þessu, vill komast nær og knúsast og svona,“ segir Bragi. Hann segist bjartsýnn fyrir sumrinu. „Já, ég er með stór plön og við erum að gera fullt í sumar og það byrjar vel. Haustið var erfitt, veturinn ennþá erfiðari en vorið er að byrja með krafti. Ég get ekki verið annað en bjartsýnn.“ Rætt var við Braga í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. 10. maí 2021 00:02
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. 7. maí 2021 11:55
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. 2. maí 2021 14:40