Bóluefnin eru kröftug og því eðlilegt að margir finni fyrir aukaverkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:05 vísir/vilhelm Níundi einstaklingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni í Skagafirði í gær. Sóttvarnalæknir segir hópsýkinguna þar dreifðari en menn hafi í fyrstu talið. Hann segir að þó margir kvarti yfir aukaverkunum vegna bólusetninga sé það eðlilegt, bóluefnin séu mjög kröftug. Níu hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni í Skagafirði en nánast allt samfélagið þar er í sóttkví. „Þetta teygir sig aðeins víðar en menn héldu en það var tekið mikið af sýnum þar í gær. Langflest voru neikvæð þannig að vonandi verður þetta ekki meira en það gæti alveg orðið því meðgöngutími veirunnar er það langur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir í gjörgæslu. Þórólfur segir fólkið með breska afbrigði veirunnar. Hann segir að um fjögur prósent þeirra sem hafa veikst af breska afbrigðinu hafi þurft að leggjast inn á spítala en búist var að allt að 10% gætu þurft að leggjast inn þegar afbrigðið barst til landsins. „Það er heldur lægra hlutfall en við bjuggumst við en við höfum ekki verið að greina það marga að það sé marktækt. Þetta gæti átt eftir að breytast í einu vettvangi. Þó hefur Covid-göngudeildin mikil áhrif þ.e. það er gripið strax inn í ef fólk byrjar að fá mikil einkenni,“ segir Þórólfur. Indverska afbrigði kórónuveirunnar er nú komið á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Það eru fréttir af því að það afbrigði sé meira smitandi en við eigum eftir að fá staðfestingu á því hvort það hegðar sér eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Þórólfur segist hafa heyrt af mörgum sem kvarti yfir aukaverkunum eftir að hafa fengið bóluefni gegn Covid -19. Þá hefur Lyfjastofnun borist tæplega þúsund tilkynningar um aukaverkanir. Öll þessi bóluefni eru kröftug og valda kröftugu ónæmisviðbragði. Það var vitað fyrirfram að gætu orðið töluverð einkenni eftir bólusetningu með hita slappleika og beinverki. Það kemur að sjálfu sér ekki á óvart að svo margir kvarti yfir aukaverkunum,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Níu hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni í Skagafirði en nánast allt samfélagið þar er í sóttkví. „Þetta teygir sig aðeins víðar en menn héldu en það var tekið mikið af sýnum þar í gær. Langflest voru neikvæð þannig að vonandi verður þetta ekki meira en það gæti alveg orðið því meðgöngutími veirunnar er það langur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir í gjörgæslu. Þórólfur segir fólkið með breska afbrigði veirunnar. Hann segir að um fjögur prósent þeirra sem hafa veikst af breska afbrigðinu hafi þurft að leggjast inn á spítala en búist var að allt að 10% gætu þurft að leggjast inn þegar afbrigðið barst til landsins. „Það er heldur lægra hlutfall en við bjuggumst við en við höfum ekki verið að greina það marga að það sé marktækt. Þetta gæti átt eftir að breytast í einu vettvangi. Þó hefur Covid-göngudeildin mikil áhrif þ.e. það er gripið strax inn í ef fólk byrjar að fá mikil einkenni,“ segir Þórólfur. Indverska afbrigði kórónuveirunnar er nú komið á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Það eru fréttir af því að það afbrigði sé meira smitandi en við eigum eftir að fá staðfestingu á því hvort það hegðar sér eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Þórólfur segist hafa heyrt af mörgum sem kvarti yfir aukaverkunum eftir að hafa fengið bóluefni gegn Covid -19. Þá hefur Lyfjastofnun borist tæplega þúsund tilkynningar um aukaverkanir. Öll þessi bóluefni eru kröftug og valda kröftugu ónæmisviðbragði. Það var vitað fyrirfram að gætu orðið töluverð einkenni eftir bólusetningu með hita slappleika og beinverki. Það kemur að sjálfu sér ekki á óvart að svo margir kvarti yfir aukaverkunum,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23
Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47