Mældu ýtrustu hyldýpi heimshafanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 14:24 Móðurskipið Pressure Drop í Suður-Íshafinu. Á dekkinu á skuti skipsins sést kafbáturinn Limiting Factor sem kafaði niður í dýpstu hyli heimshafanna. Caladan Oceanic LLC Dýpstu glufur á hafsbotninum í heimshöfunum fimm voru kortlagðar á nákvæmari hátt en áður hefur verið gert í leiðangri bandarísks ævintýramanns undanfarin ár. Dýptarmælingarnar skáru loks úr um hverjir dýpstu staðirnir í Indlandshafi og Suður-Íshafinu eru í raun og veru. Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum. Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Djúpin fimm var leiðangur bandaríska ævintýra- og fjármálamannsins Victors Vescovo en hann varð fyrsti maðurinn til þess að fara í kafbáti niður á mestu dýpi allra hafanna í leiðangrinum. Leiðangursmenn kortlögðu dýpstu hluta hafsbotnsins í Kyrrahafi, Atlantshafi, Indlandshafi og Norður- og Suður-Íshafi. Niðurstöður dýptarmælinganna voru birtar í vísindaritinu Geoscience Data Journal. Sum svæðanna voru vel þekkt fyrir en leiðangurinn staðfesti í fyrsta skipti að Sundadjúpállinn við Indónesíu væri dýpsti hluti Indlandshafs, 7.187 metra djúpur. Dýpsti hlutinn djúpálsins reyndist 387 kílómetrum frá því sem hann var talinn vera áður en mælingarnar voru gerðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Suður-Íshafinu reyndist svæði sem leiðangursmenn nefndu Þáttardjúp [e. Factorian Deep] til heiðurs kafbátnum Takmarkandi þættinum [e. Limiting Factor] dýpsti hluti hafsbotnsins, 7.432 metra djúpt. Þáttardjúp er syðsti hluti Suður-Sandvíkurdjúpálsins. Norðar í sama djúpál er að finna enn dýpri lægð, svonefnt Loftsteinadjúp sem er 8.265 metra djúpt. Það tilheyrir þó tæknilega Atlantshafi. Victor Vescovo (t.v.) vildi verða fyrsti maðurinn til að kafa niður á dýpstu staði heimshafanna fimm. Honum tókst það þegar hann kafaði niður að Molloy-holunni í Norður-Íshafinu í ágúst árið 2019.Five Deeps Dýpsti staður á hafsbotninum á jörðinni er Challenger-dýpi í Maríönudjúpálnum í Kyrrahafi. Það er 10.924 metra djúpt samkvæmt mælingu leiðangursmanna. BBC segir að skekkjumörk mælinga Djúpanna fimm séu um fimmtán metra og að afar erfitt muni reynast að mæla hafsbotninn með meiri nákvæmni en það. Heimshöfin eru enn að miklu leyti ókannað svæði. Um 80% hafsbotnsins hefur þannig aldrei verið mældur eins nákvæmlega og gert var í leiðangrinum.
Vísindi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila