Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2025 14:00 Tinna sneri vörn í sókn. Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. „Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking. Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking.
Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira