Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2025 14:00 Tinna sneri vörn í sókn. Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. „Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking. Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
„Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking.
Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira