Erlent

Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag.
Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag. (AP Photo/Kathy Willens

Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Dómur mun falla stuttu eftir klukkan tvö í dag að íslenskum tíma og verður fylgst með í vakt á Vísi.

Tónlistarmaðurinn hefur verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm og mun dómari kveða upp refsingu í dag föstudag 3. október. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda.

Dómari hefur hafnað því að verða við kröfu tónlistarmannsins um að verða sleppt gegn fimmtíu milljóna dala tryggingu. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Tónlistarmaðurinn segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár.

Saksóknarar hafa farið fram á að honum verði gert að sæta ellefu ára fangelsisvist. Verjendur hans hafa farið fram á að hann siti ekki lengur en í fjórtán mánuði í fangelsi. Þeir segja hann þegar hafa þurft að dúsa inni í þrettán mánuði og fullyrða að hann hafi breyst mikið þar sem hann situr nú inni í fangelsi í Brooklyn.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh). 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×