Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. október 2025 12:50 Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag. (AP Photo/Kathy Willens Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira