Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2021 18:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra átta þúsund sem fengu bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Hér er hún í fylgd Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag. Einn greindist á landamærunum í gær og var hann með mótefni. Um tvö hundruð sýni voru tekin í Skagafirði í gær og greindist einn smitaður sem var í sóttkví og eru þá níu í einangrun í sveitarfélaginu. Á bilinu áttatíu til hundrað sýni voru tekin í dag og verður sýnatöku haldið áfram að minnsta kosti fram á föstudag. Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn þakkar íbúum og fyrirtækjum í Skagafirði fyrir að hafa sýnt ábyrgð og samstöðu í þeim viðbótar sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í sveitarfélaginu.Stöð 2/Arnar Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn í Skagafirði vonar að tekist hafi að ná utan um útbreiðsluna. Þannig að ekki þurfi að framlengja þær viðbótar sóttvarnaaðgerðir sem gilda í Skagafirði til og með sunnudags. „Okkar vonir og væntingar ganga út frá því að við getum farið í afléttingar á mánudeginum. Að við förum þá í sams konar hömlur og höft og eru annars staðar,“ segir Stefán Vagn. Íbúar og fyrirtæki hafi tekið aðgerðunum vel og sýnt ábyrgð og samstöðu. „Það er náttúrlega lykillinn að því að hægt sé að kveða þetta niður svona hratt eins og við ættlum okkur og með þessum hætti. Að allir taki þátt og það hafa menn svo sannarlega gert hér,“ segir Stefán Vagn. Forgangshópar væntanlega kláraðir í næstu viku Í dag var bólusett með um átta þúsund skömmtum af Pfizer í Laugardalshöll og verður það eini bólusetningardagurinn í þessari viku að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni. Það sé ekki er til meira efni til að gefa. Hins vegar verði nokkuð margir bólusettir í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag.Vísir/Vilhelm „Þá verðum við með stóran Modernadag á mánudegi og svo aftur Pfizerdag á þriðjudeginum. Svo tökum við aftur upp þráðinn á fimmtudegi og verðum þá með Jansen eftir hádegi.“ Hvað verður mikið bólusett í næstu viku? „Ætli það verði ekki svona tæp tuttugu þúsund í næstu viku,“ segir Ragneiður Ósk. En að auki verða fimm til sex þúsund bólusettir utan höfuðborgarsvæðisins. Í dag og í næstu viku sé verið að klára að bólusetja forgangshópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Ekki verði byrjað að boða fólk eftir slembiúrtaki fyrr en í næstu eða þarnæstu viku þegar búið verði að klára þessa hópa. Forsætisráðherra ekki vel við sprautur Forsætisráðherra tók á honum stóra sínum í bólusetningunni í dag en hún viðurkenndi að henni væri ekki vel við sprautur. Hún ítrekaði þó þakklæti sitt fyrir að fá bólusetningua við covid 19 og þakkaði öllum þeim sem koma að bólusetningum landsmanna.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra átta þúsund sem fengu boðun í Laugardalshöll í dag. Hvernig er staðan í ríkisstjórninni hvað bólusetningar varðar? „Þau sem eru eldri eru búin að fá. Þannig að hálf ríkisstjórin er væntanlega komin með fyrri sprautu,“ sagði Katrín. Þau yngri hljóti svo að fara að detta inn. Katrín var þakklát fyrir sprautuna og þakkaði þeim fjölmörgu sem standa að bólusetningunum og dáðist að skipulaginu. En hún á sjálf dálítið erfitt með að láta sprauta sig. „Já ég hef verið hrædd við sprautur frá fyrstu sprautunni sem ég fékk. Þannig að ég er búin að kvíða dálítið fyrir þessu. Ég að sjálfsögðu mæti hér í bólusetningu. En þetta er svolítið eins og að fara til tannlæknis. Það er bara þannig,“ sagði Katrín dálítið stressuð. Þegar röðin var síðan komin að henni sagði hún við hjúkrunarfræðinginn: „Ég er sko skíthrædd við sprautur.“ „Já, þá skaltu bara anda djúpt, anda rólega,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn yfirveguð um leið og hún bólusetti forsætisráðherra sem síðan undraðist hafa ekki fundið fyrir stungunni. Jæja, þetta var ekki svo erfitt? „Þá er vinstri hliðin orðin bólusett. Ég verð að fá hægri hliðina næst,“ sagði Katrín fegin. Er það ekki gott fyrir kosiningar? „Jú, mjög gott.“ Bólusett réttum megin? „Já ég er bólusett réttum megin. Ég tek það fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Bólusetningar Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akrahreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56 Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. 8. maí 2021 22:43 Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. 7. maí 2021 22:03 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Einn greindist á landamærunum í gær og var hann með mótefni. Um tvö hundruð sýni voru tekin í Skagafirði í gær og greindist einn smitaður sem var í sóttkví og eru þá níu í einangrun í sveitarfélaginu. Á bilinu áttatíu til hundrað sýni voru tekin í dag og verður sýnatöku haldið áfram að minnsta kosti fram á föstudag. Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn þakkar íbúum og fyrirtækjum í Skagafirði fyrir að hafa sýnt ábyrgð og samstöðu í þeim viðbótar sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í sveitarfélaginu.Stöð 2/Arnar Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn í Skagafirði vonar að tekist hafi að ná utan um útbreiðsluna. Þannig að ekki þurfi að framlengja þær viðbótar sóttvarnaaðgerðir sem gilda í Skagafirði til og með sunnudags. „Okkar vonir og væntingar ganga út frá því að við getum farið í afléttingar á mánudeginum. Að við förum þá í sams konar hömlur og höft og eru annars staðar,“ segir Stefán Vagn. Íbúar og fyrirtæki hafi tekið aðgerðunum vel og sýnt ábyrgð og samstöðu. „Það er náttúrlega lykillinn að því að hægt sé að kveða þetta niður svona hratt eins og við ættlum okkur og með þessum hætti. Að allir taki þátt og það hafa menn svo sannarlega gert hér,“ segir Stefán Vagn. Forgangshópar væntanlega kláraðir í næstu viku Í dag var bólusett með um átta þúsund skömmtum af Pfizer í Laugardalshöll og verður það eini bólusetningardagurinn í þessari viku að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni. Það sé ekki er til meira efni til að gefa. Hins vegar verði nokkuð margir bólusettir í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag.Vísir/Vilhelm „Þá verðum við með stóran Modernadag á mánudegi og svo aftur Pfizerdag á þriðjudeginum. Svo tökum við aftur upp þráðinn á fimmtudegi og verðum þá með Jansen eftir hádegi.“ Hvað verður mikið bólusett í næstu viku? „Ætli það verði ekki svona tæp tuttugu þúsund í næstu viku,“ segir Ragneiður Ósk. En að auki verða fimm til sex þúsund bólusettir utan höfuðborgarsvæðisins. Í dag og í næstu viku sé verið að klára að bólusetja forgangshópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Ekki verði byrjað að boða fólk eftir slembiúrtaki fyrr en í næstu eða þarnæstu viku þegar búið verði að klára þessa hópa. Forsætisráðherra ekki vel við sprautur Forsætisráðherra tók á honum stóra sínum í bólusetningunni í dag en hún viðurkenndi að henni væri ekki vel við sprautur. Hún ítrekaði þó þakklæti sitt fyrir að fá bólusetningua við covid 19 og þakkaði öllum þeim sem koma að bólusetningum landsmanna.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ein þeirra átta þúsund sem fengu boðun í Laugardalshöll í dag. Hvernig er staðan í ríkisstjórninni hvað bólusetningar varðar? „Þau sem eru eldri eru búin að fá. Þannig að hálf ríkisstjórin er væntanlega komin með fyrri sprautu,“ sagði Katrín. Þau yngri hljóti svo að fara að detta inn. Katrín var þakklát fyrir sprautuna og þakkaði þeim fjölmörgu sem standa að bólusetningunum og dáðist að skipulaginu. En hún á sjálf dálítið erfitt með að láta sprauta sig. „Já ég hef verið hrædd við sprautur frá fyrstu sprautunni sem ég fékk. Þannig að ég er búin að kvíða dálítið fyrir þessu. Ég að sjálfsögðu mæti hér í bólusetningu. En þetta er svolítið eins og að fara til tannlæknis. Það er bara þannig,“ sagði Katrín dálítið stressuð. Þegar röðin var síðan komin að henni sagði hún við hjúkrunarfræðinginn: „Ég er sko skíthrædd við sprautur.“ „Já, þá skaltu bara anda djúpt, anda rólega,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn yfirveguð um leið og hún bólusetti forsætisráðherra sem síðan undraðist hafa ekki fundið fyrir stungunni. Jæja, þetta var ekki svo erfitt? „Þá er vinstri hliðin orðin bólusett. Ég verð að fá hægri hliðina næst,“ sagði Katrín fegin. Er það ekki gott fyrir kosiningar? „Jú, mjög gott.“ Bólusett réttum megin? „Já ég er bólusett réttum megin. Ég tek það fram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir létt í bragði.
Bólusetningar Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akrahreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56 Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. 8. maí 2021 22:43 Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. 7. maí 2021 22:03 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Heimila bólusetningu á börnum niður í tólf ára aldur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt leyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hjá börnum niður í tólf ára aldur. 10. maí 2021 23:56
Skagfirðingar bíða niðurstaðna til að ákveða næstu skref Ólíklegt er að niðurstöður úr sýnatökum hátt í 200 Skagfirðinga frá því í dag liggi fyrir fyrr en á morgun. Sveitarstjórinn segir að viðbrögðin við mögulegu hópsmiti ráðist af þeim niðurstöðum og að fólki í samfélaginu sé brugðið. 8. maí 2021 22:43
Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. 7. maí 2021 22:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent