Ótímabært að fagna árangri í loftslagsmálum - Loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar dugir ekki Auður Önnu Magnúsdóttir, Árni Finnsson og Tinna Hallgrímsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:30 Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Árni Finnsson Auður Önnu Magnúsdóttir Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Opið bréf frá forsvarsfólki þriggja náttúruverndarsamtaka til: Forsætisráðherra, Katrínar JakobsdóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundar Inga GuðbrandssonarFjármála- og efnahagsráðherra, Bjarna BenediktssonarSamgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar Tvö prósent samdráttur varð í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands milli áranna 2018 og 2019. Þetta er löngu tímabær breyting frá sífelldum vexti í losun undanfarin ár og áratugi. Því miður er ljóst að þessi samdráttur er að litlu leyti árangur markvissra aðgerða stjórnvalda, heldur fyrst og fremst vegna fækkunar ferðamanna og minni fiskveiða. Sú grundvallarbreyting sem kallað hefur verið eftir lætur því bíða eftir sér. Ef ekki verður gagnger breyting á er ólíklegt að þessi, þó jákvæða, þróun á árinu 2019 verði varanleg. Við teljum því fullyrðingu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um að ,,kyrrstaðan hafi verið rofin” algjörlega ótímabæra. Stjórnvöld verða að grípa til skilvirkari aðgerða en fram til þessa. Ekki einungis til að viðhalda samdrætti, heldur líka til að auka samdrátt. Til þess að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun Jarðar við 1,5°C þarf heimslosun að helmingast fyrir árið 2030. Íslendingar eru rík þjóð og hefur því bæði getu og ber siðferðislega skyldu til að taka á sig aukna ábyrgð. Stjórnvöld hafa sent frá sér óljós skilaboð um að ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðist við 55% samdrátt, í samfloti við aðildarríki ESB og Noreg, fyrir árið 2030. Samtökin krefjast þess að Ísland setji sér og lögfesti sjálfstætt, metnaðarfullt markmið líkt og önnur Norðurlönd hafa gert. Einnig þarf að setja magnbundna og tímasetta stefnu og aðgerðaáætlun um hvernig er hægt að ná því fyrir árið 2030. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað lýst því yfir að neyðarástand ríki í heiminum vegna loftslagsbreytinga og vegna eyðingar vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni, hinni raunverulegu undirstöðu lífs á Jörðinni. Löngu tímabært er að Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við í samræmi við það. Stjórnvöldum ber að tryggja viðunandi upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu Íslands í loftslagsmálum og gagnsæi um ákvarðanatöku og markmið í málaflokknum. Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin leggi minni áherslu á að hampa eigin ágæti og meiri á að tryggja lýðræðislegt aðhald og þátttöku. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri LandverndarÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka ÍslandsTinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar