Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:27 Þórólfur sagði ekki óviðbúið að afbrigði sem væru í mikilli dreifingu erlendis bærust hingað. Vísir/Vilhelm Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað. Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira